19.04.1977
Neðri deild: 67. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3297 í B-deild Alþingistíðinda. (2327)

129. mál, járnblendiverksmiðja í Hvalfirði

Ragnhildur Helgadóttir:

Herra forseti. 2. gr. þessa frv. fjallar um það, að ríkið skuli eiga meira en helming af verksmiðju þeirri sem við fjöllum hér um og að jafnan skuli fulltrúar ríkis­ins vera í meiri hluta í stjórn verksmiðjunnar. Ekkert ákvæði er í frv. um að Alþ. skuli kjósa þessa fulltrúa ríkisins. En aðalatriðið er þó hitt, að ég tel það ekki vera í verkahring ríkisins að standa í áhættusömum atvinnurekstri og leggja þar undir ríkisfé. Við afgreiðslu frv. til l. um járnblendiverksmiðju vorið 1975 var ég mótfallin þeim gr. frv. sem um þetta atriði fjöll­uðu. Sú afstaða mín hefur ekki breyst og verður þeim mun ákveðnari sem það er líka óbreytt í þessu frv. að ríkið skuli hafa skyldu til að eignast eða leysa til sín alla verksmiðjuna að 15 árum liðnum ef samstarfsaðilanum sýnist svo. Að þessu vandlega athuguðu sé ég mér ekki ann­að fært en greiða atkv. gegn 2. gr. og segi nei.