19.04.1977
Sameinað þing: 76. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3302 í B-deild Alþingistíðinda. (2336)

266. mál, útgjöld vísitölufjölskyldunnar

Fyrirspyrjandi (Helgi F. Seljan):

Herra for­seti. Ég þakka hæstv. fjmrh, svör hans, þó að þau feli það í sér að ekki sé áætlað að hér verði nein breyting á, heldur verði haldið áfram að leggja söluskatt á vinnu við þessar húseiningar sem eru byggðar innan fjögurra veggja. En eins og ég benti á áðan, þá er enginn vafi á því að hér er um rétta þróun í byggingarmálum að ræða. Hér er um að ræða merkilega tilraun til þess að koma niður kostnaði í okkar húsbygg­ingum, eins og full þörf er á. Og það verður að ætlast til þess í raun og veru að ríkisvaldið heldur stuðli að því heldur en hitt að þetta takist. En á svörum hæstv. fjmrh. ber að skilja að það sé ekki ætlunin og það ber vissulega að harma.