19.04.1977
Sameinað þing: 76. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3305 í B-deild Alþingistíðinda. (2341)

267. mál, Stofnfjársjóður fiskiskipa

Sjútvrh. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Svar við 1. fsp.

Á árinu 1976 námu greiðslur til Stofnfjarsjóðs fiskiskipa af aflaverðmæti alls 3151 millj. kr., þar af námu greiðslur af óskiptu aflaverðmæti 2616 millj. kr., en mismunurinn, 535 millj. kr., eru viðbótargjöld þeirra skipa sem eru með ríkis­ábyrgð á lánum. Viðbótargjöld þessi koma til aflahlutareiknings með venjulegum hætti.

Svar við 2. fsp.:

Torvelt er að áætla hverjar hafi verið heildar­greiðslur afborgana og vaxta af fiskiskipum á s. l. ári þar eð enginn hluti þessara greiðslna á sér stað á milli einkaaðila. Hins vegar liggja fyrir upplýsingar um þann hluta þessara greiðslna sem inntur er af hendi beint til banka eða opin­berra sjóða. á árinu 1976 voru þessar greiðslur sem hér segir:

1. Til Fiskveiðasjóðs voru alls greiddar 2340 millj. kr. Þar af námu greiðslur frá Stofnfjár­sjóði 1915 millj. kr., eins og áður greinir.

2. Greiðslur til Byggðasjóðs námu samtals 270 millj. kr. Þar af voru greiðslur frá Stofnfjár­sjóði 45 millj. kr.

3. Greiðslur vaxta og afborgana af erlendum lánum vegna fiskiskipa námu alls 2929 millj. kr. Þar af námu greiðslur af lánum, sem fiskiskipaeigendur tóku beint, 1083 millj. kr., en 1846 millj. kr. voru greiðslur af lánum sem ríkissjóður, viðskiptabankar og sveitarfélög tóku og endur­lánuðu síðan.

4. Greiðslur Ríkisábyrgðasjóðs af lánum vegna fiskiskipa námu alls 1137 millj. kr. Mestur hluti þessarar fjárhæðar eða nálægt 1090 millj. kr. er meðtalinn í lið 3, eins og fyrr segir. Af 1137 millj. kr. greiðslu Ríkisábyrgðasjóðs fékk hann endurgreiddar 762 millj. kr. frá Stofnfjarsjóði, Fiskveiðasjóði, Aflatryggingasjóði og af gengisstyrk.

5. Greiðslur til Tryggingastofnunar ríkisins, einkum vegna Atvinnuleysistryggingasjóðs, námu nálægt 118 millj. kr.

Samtals námu því greiðslur vaxta og afborgana, sem greiddar voru beint til banka, opinberra sjóða og til útlanda, um 5700 millj. kr.

Svar við 3. spurningu, a-lið:

Á árinu greiddi Stofnfjársjóður 2488 millj. kr. í afborganir og vexti af stofnlánum og skiptust þær greiðslur sem hér segir: Til Fiskveiðasjóðs 1915 millj. Til Ríkisábyrgðasjóðs 250 millj. til Byggðasjóðs 45 millj. til annarra lánveitenda 278 millj. Samtals 2488 millj.

Svar við b-lið 3. liðar:

Greiðslur til skipaeigenda námu samtals 679 millj. kr., en hluta þeirrar fjárhæðar eða tæpar 200 millj. kr. má beint rekja til þeirrar ákvörð­unar að endurgreiða 15% af þeim 20% sem stærri skuttogurum var gert að greiða í Stofnfjarsjóð. Ákveðið var að helmingur þessara 15%, þ. e. 7.5%, rynni til viðskiptabanka upp í rekstrarlán, en hinn helmingurinn og sá sem hér er tilgreind­ur rynni til útgerðarinnar. Þriðjungur þeirra 200 millj. kr., sem hér eru meðtaldar í greiðslum til skipaeigenda, hefur komið til aflahlutareikn­ings.