19.04.1977
Sameinað þing: 77. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3309 í B-deild Alþingistíðinda. (2348)

73. mál, aðild Grænlendinga að Norðurlandaráði

Gils Guðmundsson:

Herra forseti. Snemma á þessu þingi lagði hv. 3. þm. Reykv., Magnús Kjartansson, fram till. þá sem hér er nú tekin til umr. Vegna veikindaforfalla flm. hefur dreg­ist að mæla fyrir till. Mér er ljúft að verða við þeirri ósk hans að gera það hér með nokkrum orðum, enda er ég honum sammála um það, að það eigi að vera sjálfsögð skylda okkar íslend­inga að greiða fyrir því, hvar sem við getum og með hverjum þeim hætti sem við getum, að grænlendingar, grænlenska þjóðin, fái risið á legg og notið sín sem sérstök þjóð. Grænlend­ingar eru um 50 þús. að tölu. Þeir eru því nokkru fjölmennari en bæði færeyingar og álandsey­ingar, en eins og öllum hv. alþm. er kunnugt hafa þessar þjóðir tvær, færeyingar og álands­eyingar, báðar fengið ákveðinn aðildarrétt að Norðurlandaráði og hafa m. a. fengið fána sína viðurkennda þar sem fána sérstakra þjóðlanda. Svo langt eru grænlendingar ekki komnir. Saga þeirra, eftir að danir gerðu Grænland að amti í Danmörku, eins og þeir kalla það, er því miður mikil raunasaga. á tiltölulega skömmum tíma hefur sérstakt, að vísu frumstætt veiðimanna­þjóðfélag verið upprætt að mestu. Fólkinu hefur verið smalað saman, í sumum tilvikum með hreinu valdboði, í þorp og bæi þar sem það hefur síðan unnið við dönsk atvinnufyrirtæki. Á einni einustu kynslóð, ferli einnar kynslóðar hefur gænlenska þjóðin verið knúin til að ger­breyta um lífshætti og að því er virðist með hörmulegum afleiðingum á marga lund. Af miklu fyrirhyggjuleysi hafa danska þjóðin eða for­ustumenn Danmerkur látið það viðgangast, að stórir fiskiflotar margra þjóða hafa eytt svo gegndarlaust fiskimiðin við Grænland, að þar er nú víðast hvar orðin alger ördeyða, en þarna voru áður, eins og kunnugt er, einhver hin auð­ugustu fiskimið í heimi.

Ekki dreg ég það í efa, að ýmsir danskir ráðamenn hafa á undanförnum árum og áratugum viljað láta gott eitt af sér leiða í sambandi við stjórn Grænlandsmála. Það má jafnvel láta sér detta í hug að sumir þeirra hafi alið með sér rann draum, að nú skyldu danir sýna það öllum heimi hvernig menntuð norrræn þjóð eflir gamla nýlendu til dáða samkv. bestu iðnvæðingarfor­skrift nútímans. En Grænland er auðugt af ýms­um málmum og raunar fleiri verðmætum, og mað­ur fær ekki betur séð en það hafi verið danskt auðvald sem hafi ráðið um stjórn Grænlands­mála á undanförnum áratugum svo að segja því sem það vildi, með þeim afleiðingum semnú eru morgum orðnar kunnar og þó e. t. v. ekki eins og skyldi. Þótt danskir valdamenn hafi stundum, þegar samviskan ónáðaði þá verulega, slett jafnvel umtalsverðum fjárhæðum í einhverj­ar endurbætur eða umbætur á Grænlandi, þá er eins og margt af því a. m. k. hafi gefist illa og reynst hrein hefndargjöf.

Ég tel að danir eigi að hafa vonda samvisku vegna frammistöðu sinnar í Grænlandi. Ég tel að það sé skylda frændþjóða dana á Norður­löndum og okkar íslendinga ekki hvað síst að vekja samvisku dana í þessum efnum, að svo miklu leyti sem hún sefur, vekja samviskubit þeirra.

Ég vil svo aðeins vitna til þeirra orða sem eru í lok grg. hv. 3. þm. Reykv., Magnúsar Kjartanssonar, með þeirri till. sem hér er til meðferðar, en þar segir á þessa leið, með leyfi hæstv. forseta:

„Á síðustu árum hefur eflst í Grænlandi pólitísk vakning, ekki síst meðal ungs fólks sem hlotið hefur menntun og kynnst ástandinu í öðrum Evrópulöndum. Þetta unga fólk ber fram eðlilegar kröfur um sjálfstjórn. En jafnframt vofa yfir grænlendingum meiri hættur en nokkru sinni fyrr, vegna þess að við landið og í því hafa fundist mikil verðmæti, t. d. bæði olía og úran. Hætta sú, sem vofir yfir grænlendingum, er að alþjóðlegir auðhringir fái aðstöðu til að nýta þessar auðlindir, án þess að grænlendingar verði um það spurðir, en með slíkri innras væri bundinn endir á grænlenska menningu og eðli­legar grænlenskar sjálfstæðishugmyndir.

Danskir ráðamenn segja oft að vandamál græn­lendinga séu „danskt innanríkismál“, og er von­andi ógeðfellt fyrir alla íslendinga að hlusta á slíkan málflutning. Hitt væri sýnu geðfelldara, að norðurlandabúar allir litu á það sem hlutverk sitt að styrkja grænlendinga til þess að ná þjóð­legri fótfestu á nýjan leik og ákveða sjálfir framtíðarörlög sín. Till. þessari er ætlað að gefa grænlendingum kost á að kynna vandamál sín og túlka viðhorf sín í stofnun þar sem fulltrúar allra Norðurlandaþinga eiga fulltrúa.“

Ég vil svo, herra forseti, gera það að till. minni, að þessari þáltill. verði að lokinni umr. nú vísað til utanrmn.