20.04.1977
Neðri deild: 68. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3431 í B-deild Alþingistíðinda. (2416)

102. mál, tilkynningarskylda íslenskra skipa

Frsm. (Sverrir Hermannsson):

Virðulegi for­seti. Sjútvn. hefur haft til meðferðar frv. til l. um tilkynningarskyldu íslenskra skipa, flutt af hv. 8. þm. Reykv., Pétri Sigurðssyni. Það þykir bera nauðsyn til að festa ákvæðin um tilkynn­ingarskyldu skipa í lögum, en áður hefur gilt um þetta reglugerð sett af fyrrv. sjútvrh., Eggert G. Þorsteinssyni, 24. maí 1968. Áður en það varð hafði hv. flm. þessa frv. borið fram þáltill. í Alþ. um málið, og vegna þess þrýstings, sem á sínum tíma skapaðist vegna mikilla sjóslysa, varið sú reglugerð sett.

Sjútvn. Nd. mælir einróma með samþykkt þessarar till. Hún hefur sent málið til umsagnar allmargra aðila: Landhelgisgæslu, Rannsóknar­nefndar sjóslysa, Sjómannasambands Íslands, Farmanna- og fiskimannasambandsins, Landssambands ísl. útvegsmanna og Slysavarnafélags Íslands, og allir hafa þessir aðilar tjáð sam­þykki sitt við að þetta yrði fest í lög.

Það má segja, að fyrstu sex greinar frv. séu nokkurn veginn samhljóða því sem núverandi reglugerð segir til um, en aftur á móti er svo frá 7. gr. og til og með 13. gr. vegna lagasetn­ingarinnar sjálfrar. Í 7. gr. er staðfest skylda Landssíma Íslands til fullkominnar þjónustu á þessu sviði. Í 8. gr. er staðfestur hinn stjórn­skipulegi réttur Slysavarnafélagsins. Síðan er aftur í 9. gr. lögbundið ákveðið gjald til Lands­síma Íslands, sem nú þegar hefur verið ákveðið, og síðan áfram í 10. gr. ákvæði um sektarákvaði. En ég vil geta þess, að þar sem tekið er fram í 12. gr.sjútvrh. ákveði með reglugerð greiðslu útgerðarinnar til Landssíma Íslands og nánari framkvæmd þessara laga, þá á þetta einnig við um 10. gr., ákvæði um sektarfjárhæðir.

Það er sem sagt einróma álit sjútvn. að leggja til að frv. verði samþ. óbreytt.