01.11.1976
Neðri deild: 7. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 385 í B-deild Alþingistíðinda. (246)

6. mál, þingnefnd til að kanna framkvæmd dómsmála

Tómas Árnason:

Hæstv. forseti. því miður er hæstv. dómsmrh. ekki viðstaddur þessar umr. og það er galli, vegna þess að hann hefði kannske ástæðu til þess að taka til máls í tilefni af ræðu hv. síðasta ræðumanns, 9. landsk. þm.

Varðandi þessa till. vil ég taka það fram, að ég er í sjálfu sér ekki andvígur því að rannsóknarnefndir séu settar á fót ef sérstök tilefni gefast. En ég held að því aðeins fái þær gert gagn að verksviðið, sem þeim er ætlað að rannsaka, sé nægilega afmarkað til þess að þær geti hugsanlega komist yfir það. Ég veit ekki um nema tvö dæmi slíkra rannsóknarnefnda.

Annað dæmi var þegar Tryggva Gunnarssyni bankastjóra Landsbankans var víkið úr bankastjórastarfi á sínum tíma og gæslustjórum bankans. Þá var sett rannsóknarnefnd á laggirnar til þess að rannsaka sérstaklega hvort sakargiftir væru á rökum reistar. Sú athugun var alveg sérstaklega afmörkuð við Landsbankann, og n. rannsakaði það mál. Ég er ekki nægilega kunnugur þeim málum til þess að ræða mikið um það starf, en ég hygg nú samt að menn séu sammála um að það hafi verið meira en hæpin ráðstöfun að víkja Tryggva Gunnarssyni frá sem bankastjóra vegna þeirra ástæðna sem síðar komu á daginn að hann var talinn eiga sök á og væri misfarið í hans starfi.

Hitt tilvikið er það sem hv. 9. landsk. minntist á hér áðan, að það var sett á fót sérstök n. til þess að rannsaka okurstarfsemi á Íslandi. Verksvið n. var afmarkað við þetta sérstaka svið. Ég held satt best að segja að það hafi ekkert komið út úr starfi þeirrar n., a.m.k. ekki svo mér sé kunnugt um. Ég kann ekki að segja frá fleiri dæmum um rannsóknarnefndir heldur en þessum. Vera kann að þau séu fleiri, ég hef ekki rannsakað það á neinn hátt tæmandi.

n. sem hér er lagt til að verði skipuð, rannsóknarnefnd skv. 39. gr. stjórnarskrárinnar, á að hafa það verkefni að kanna gang og framkvæmd dómsmála. Það vekur athygli mína hvernig n. á að vera skipuð. Hún á að vera skipuð þannig, að það eiga að vera kosnir úr hópi þingdeildarmanna einn fulltrúi frá hverjum þingfl. til þess að rannsaka sérstaklega gang og framkvæmd þeirra atriða sem tilgreind eru í till. Ef n. yrði þannig skipuð, þá er augljóst mál að stjórnarandstaðan hefði meiri hl. í þessari n. og réði að sjálfsögðu störfum hennar í krafti þess meiri hl. M.ö.o.: 18 þm. ef miðað er við þangið í heild, hér er að vísu miðað við Nd., ættu að ráða störfum n., hafa meiri hl. í n., — 18 þm. gegn 42 þm. sem fylla stjórnarfl. Ég get ekki að því gert að mér finnst þetta nokkur galli á og ekki beint lýðræðislegt fyrirkomulag, allra síst þegar við búum nú við þingræði sem er fólgið í því, að þingið eigi að ráða stefnunni hverju sinni og því hverjir fari með framkvæmdavaldið í landinu. Mér finnst vera galli á till. í þessu efni, ekki síst vegna þess að það er auðvitað öllum þm. ljóst að hér er um að ræða pólitískt mál.

Ég efast ekki um að hv. flm. till. hafa áhuga á því að lagfæra dómsmál. Það hafa sennilega allir hv. hm. Ég er einn í heim hópi. Þar má sjálfsagt ýmislegt lagfæra. En eigi að síður hygg ég, enda kemur það fram í till. sjálfri, að hún sé flutt ekkert síður sem pólitískt mál og kannske áróðursmál. Og eftir því, hvernig hún er að efni til. m.a. þetta atriði, að það er gert ráð fyrir því að stjórnarandstaðan hafi meiri hl. í n., þá sýnist manni að þessari n., ef sett verður upp, sé ætlað, eins og málið er tilbúið, að taka ráðin af stjórnarliðinu á Alþ. og haga störfum í samræmi við það sem stjórnarandstaðan í þinginu telur æskilegt. Þetta tel ég mikinn galla og fráleitt að hugsa sér slík vinnubrögð á Alþ. sem vinnur undir þingræðisstjórnarfyrirkomulagi.

Í n. eins og þessari, sem á að rannsaka sérstaklega svið sem er í raun og veru mjög sérhæft og þarf sérfræði til að fjalla um, er annað atriði sem mér finnst ekki koma nægilega greinilega fram í þessari till., og það er að mér finnst ekki vera greint nægilega glöggt á milli stjórnsýsluþáttarins í þessu máli og svo sérstaklega þess, hvernig staðið er að þessum málum, rannsóknum mála og málsmeðferð. Stjórnsýsluþátturinn, þ.e.a.s. hvernig dómstólar vinna, hvernig dómarar starfa, er það mál út af fyrir sig, og hefur oft verið gagnrýnt og það með réttu að meðferð dómsmála miðar ekki fram eins og æskilegt væri. Þó að stundum sé rætt um þau mál af misjafnlega mikilli þekkingu, þá er það samt svo, að þarna er á mikill munur hvort um er að ræða athugun á því hvernig unnið er að dómsmálum, hvort dómarar eru hysknir í starfi eða hvort þeir vinna sín störf vel, hvort þar er mikill misbrestur á, eða svo hinu, hvernig þeir fara með vissa þætti rannsóknarmála eða annarra mála, eins og t.d. hvort dómari tekur ákvörðun um að hneppa mann í gæsluvarðhald eða eitthvað því um líkt, sem er náttúrlega byggt á mati hans á því stigi sem málið kann að vera á hverju sinni. Mér finnst ekki í till. vera greint þarna nægilega á milli. Það væri miklu nær að mínu viti að flytja till. um stjórnsýsluþáttinn, athugun á honum, þó að ég sé sammála hæstv. dómsmrh, um það að eðlilegra væri að flytja svona mál inn á Alþ. í fsp.-formi eða að dómsmrn. væri falið að láta fara fram sérstaka sérfræðilega rannsókn og athugun á tilteknum þáttum þessara mála eða málunum í heild og skila síðan skýrslu um málið til Alþingis.

Ef litið er á till., þá dylst engum, sem til þekkir, að hér er um að ræða gífurlega mikið verksvið ef á að ljúka því. Það er gert ráð fyrir rannsókn og athugun n. bæði á meðferð mála og einnig á stjórnsýsluþættinum, hvernig unnið er að málum, hvernig menn starfa í þessum efnum, hvort menn starfa þannig að það sé mikill misbrestur á störfum manna, eins og er nú raunar e.t.v. víðar. Og ef farið er í gegnum till. og það verksvið sem gert er ráð fyrir að n. rannsaki, þá er ljóst að það er gífurlega mikið verksvið. Í fyrsta lagi á n. að rannsaka hvernig að sakamálum sé staðið hjá þeim embættum sem slík verkefni hafa með höndum. Til þess að gefa nokkra hugmynd um hvað þetta er mikið verkefni, þá eru um líklega milli 30 og 40 dómstólar starfandi í landinu sem fjalla um sakamál. Ég er ekki nægilega kunnugur til þess að vita hve mikinn málafjölda þar er um að ræða, t.d. á ári hverju. Það er sjálfsagt nokkuð misjafnt. Það á að rannsaka alveg sérstaklega hvernig sé staðið að málum hjá stórum embættum eins og ríkissaksóknara og sakadómara og skattrannsóknastjóra. Ég held að þetta sé gífurlega mikið verkefni. Ég er nokkuð kunnugur þessum málum vegna þess að ég hef verið málflutningsmaður í 15 ár við öll dómstig, bæði úti á landsbyggðinni, á Akureyri fyrst og síðan víðs vegar um landið og svo hér í Reykjavík, og geri mér fulla grein fyrir því að hér er um að ræða gífurlega mikið verkefni sem ekki er að mínum dómi á færi nefndar hm. að rannsaka á einum einasta vetri, nema hún láti aðra rannsaka málið fyrir sig. En þá finnst mér ekki vera náð þeim tilgangi sem að er stefnt með því að Alþ. geri þetta eða alþm. geri þetta sjálfir í nefndarstarfi.

Þetta er ekki eingöngu bundið við rannsókn á sakamálum, heldur er einnig ætlast til að verkefni n. verði m.a. um það, hvernig háttað sé gangi dómsmála hjá hinum ýmsu dómstigum og dómaraembættum í landinu. Þar koma til viðbótar við hin reglulegu embætti setudómarastörf sem eru talsvert viðamikil. Það eru setudómar í gangi á hverjum tíma í allstórum stíl eins og kunnugt er, þó að þau mál, sem setudómarar hafa með höndum, séu misjafnlega viðamikil. En allt er þetta kerfi þannig, að það er ekki auðvelt að ljúka svona rannsókn á tiltölulega stuttum tíma nema menn gefi sig alfarið að því, geri hreinlega ekkert annað, starfi alveg að því og geri ekkert annað. Það þyrfti að heimsækja embættin til þess að fá fulla vitneskju um hvernig er staðið að málum, auk þess sem um er að ræða náttúrlega í mörgum tilfellum sérfræðileg úrlausnarefni. Og menn verða að hafa sérfræðinga sér til aðstoðar til þess að ganga úr skugga um hvort eðlilega sé staðið að vissum þáttum, t.d. rannsókn mála. Mér sýnist að allt þetta sé á þann veg, að það séu engar líkur á því að slík n. hafi nokkra möguleika til þess að geta skilað eðlilegu starfi af því tagi sem henni er ætlað að gera, enda held ég að tilgangurinn með tillöguflutningnum sé alls ekki sá. Tilgangurinn með tillöguflutningnum er náttúrlega pólitískur og ekkert annað, í framhaldi af þeim miklu umr. sem orðið hafa um þessi mál í fjölmiðlum og í þjóðfélaginu.

Eins og ég sagði áðan, þá er ég í sjálfu sér ekkert andvígur því að rannsóknarnefndir séu settar á stofn ef ástæða er til. En ég álít að það sé alveg nauðsynlegt að rannsóknarnefndir þm. fái til meðferðar afmörkuð svið, en ekki almenn svið.

Hæstv. dómsmrh. minntist á það í ræðu sinni hér á dögunum, að það gæti orðið tafsamt verk t.d. að athuga heilbrigðismál eða aðra stóra málaflokka sem ríkisstj. hefur framkvæmd á.

Það kemur hér fram í till., eins og það er orðað, með leyfi hæstv. forseta, „hvort ástæða sé til þess að ætla, að utanaðkomandi öfl eða annarlegir hagsmunir geti haft áhrif á gang rannsóknarinnar“. Það er engu líkara en tillögumenn telji að við almenna rannsókn á dómsmálakerfi landsins sé alveg sérstök ástæða til þess að rannsaka þetta atriði. Og þá kemur auðvitað upp sú spurning: Er það svo í okkar dómskerfi, að annarleg öfl eða annarlegir hagsmunir hafi áhrif á gang rannsóknar mála? Ég hef nokkra reynslu, eins og ég sagði áðan,f þessum störfum, og ég hef aldrei orðið var við að annarleg öfl hefðu áhrif á gang dómsmála. Ég hef aldrei orðið var við það, og ég veit ekki hvaða tilefni það er, sem flm. hafa til þess — ég vil nú ekki segja að þeir drótti því að dómsmálakerfi landsins að það láti annarleg öfl hafa áhrif á rannsóknir mála, en það liggur við, eins og orðalagið er í þessari þáltill.

Þó að margt megi finna að málsmeðferð hjá íslenskum dómstólum og mjög misjafnlega sé á haldið eftir því hve hæfir dómarar eru, — í sumum tilfellum hefur auðvitað orðið vanræksla, það er ljóst, í mörgum hæstaréttardómum er t.d. að finna áminningar til dómara af ýmsum ástæðum, m.a. vegna þess að Hæstarétti finnst að mál hafi tekið of langan tíma, málsmeðferð hafi seinkað o.s.frv., — þá hygg ég nú samt og það mun vera álit fleiri lögfræðinga, að málsmeðferð hér á landi sé svipuð eða ámóta og hún er t.d. hér á Norðurlöndunum, sem við þekkjum best til, þó aðstæður séu náttúrlega mjög ólíkar. Það kann að vera að sum þessi ríki hafi meiri efni til þess að standa betur að allri aðstöðu dómsmála en við höfum í okkar fámenni. En ég hygg nú samt að margir lögfræðingar séu á þeirri skoðun að þetta sé svipað. Löggjöfin er ákaflega svipuð. Hún er nánast alveg eins, okkar löggjöf, eins og Norðurlandaþjóðanna, hún er sniðin yfirleitt eftir þeim, hvort sem um er að ræða málsmeðferð í héraði, venjulegra einkamála eða sakamála, og við höfum staðið mjög svipað að þessum málum og okkar frændþjóðir gera á Norðurlöndum. Í sumum tilfellum a.m.k. var áður fyrr um beinar þýðingar að ræða þegar var verið að setja lög sérfræðilegs efnis, og ég hygg að það sé ekki mikill munur á þessu.

Það kemur fram í grg., að þar segir að margir landsmenn óttist jafnvel að fullkomið réttaröryggi ríki ekki í landinu. Ég er ekki einn af þeim. Ég geri mér grein fyrir því, að það sé sjálfsagt misbrestur í þessum efnum, en að sé ekki réttaröryggi á Íslandi, það er ég ekki kominn til með að skrifa undir og tel bað fjarstæðu, — tel það hreina fjarstæðu. Ég get sagt frá því til gamans, að ég hitti í sumar á förnum vegi amerískan verkfræðing sem var í fríi hér á Íslandi. Hann sagði mér frá því, að hann væri kominn á eftirlaun, hann ætti nóga peninga og góða aðstöðu til þess að lifa lífinu, en það væri eitt sem væri að hjá honum og í hans umhverfi og það væri að hann væri ekki öruggur, það væri þannig sums staðar þar, að hann væri ekki öruggur, t.d. vegna innbrota og um líf og limi. Þó að langflestir auðvitað sleppi við slíkt, að verða fyrir innbrotum og árásum, þá sagði þessi maður mér að hann væri ekki öruggur. Ég held það hvarfli nú ekki að einum einasta manni hér á Íslandi að hann sé ekki sæmilega öruggur og réttarkerfið sé þannig hjá okkur hrátt fyrir allt að mönnum finnist þeir vera öruggir í landinu, þó að það séu framin afbrot af ýmsu tagi, því miður, og kannske vaxandi eftir því sem þéttbýlið vex og þjóðfélagið breytist í há átt, að auðveldara verði fyrir þá, sem slíka iðju stunda, að fremja afbrot í þeirri von að þau komist ekki unn. En ég get ekki tekið undir það sem kemur hér fram í þáltill., að það sé ekki réttaröryggi á Íslandi. Ég get ekki tekið undir það. Það finnst mér fráleitt.

Ég hef gert að umræðuefni nokkur atriði sem snerta þessa till. og hef látið í ljós þá skoðun, að ég efast ekki um góðan tilgang flm. að bæta dómskerfíð og sakamálarannsóknir. En ég hygg samt að tilgangurinn með till. sé meira pólitískur, enda kemur margt fram í henni sem rökstyður há skoðun að svo sé. En að flm. detti í hug að það varði samþykkt á Alþ. að setja unn rannsóknarnefnd, þar sem stjórnarandstaðan hefur meiri hl., til að rannsaka málaþátt sem ríkisstj, eða einn af ráðherrum ríkisstj. hefur með höndum, það finnst mér vera fráleit tilhugsun að af því geti orðið. Það hefði verið miklu nær að mínum dómi að takmarka verksvið svona n. við ákveðin mál, við ákveðin tilefni hreinlega, í staðinn fyrir að hugsa sér að athuga allt dómskerfið eins og það leggur sig og þ. á m. Hæstarétt. Það hefði verið miklu nær að athuga eitthvert tiltekið mál sem væri afmarkað, dómsmál t.d., og láta rannsaka það.

Hitt atriðið er svo sá þátturinn, sem ég minntist á hér áðan, þ.e.a.s. að greina á milli stjórnsýsluþáttarins og hreinlega rannsóknar mála eða málsmeðferðar. Það væri miklu nær að takmarka rannsóknina við hann þátt. Þetta hefur verið gert, eins og hæstv. dómsmrh. gat um í ræðu sinni fyrr í umr. Á sínum tíma var Sigurði Líndal prófessor falið að kanna hraða dómsmála, og eins og komið hefur fram, þá var það vegna till. til bál., sem hæstv. núv. dómsmrh. flutti hér á Alþ. og var samþ. Síðan mun ráðh., ég hygg að það hafi verið hv. þm. Jóhann Hafstein sem þá var dómsmrh., hafa falið Sigurði Líndal þetta verkefni. Þetta var náttúrlega gífurlega mikið verk, og ég hygg að hann hafi ekki komist að fullu yfir það. Eigi að síður liggur eftir hann skýrsla. Hún er til í Alþingistíðindum, að ég ætla, og hún er til í Tímariti lögfræðinga einnig, niðurstöður hennar.

Það er ástæða til þess í sambandi við þessar umr. að fara nokkrum orðum um Hæstarétt landsins, sem er algjör öryggisventill og á að gæta þess verkefnis að réttlátlega séu kveðnir upp dómar og málsmeðferð sé rétt. Ég hygg að Hæstiréttur sé í senn réttlátur dómstóll og a.m.k. það sem ég þekki til frjálslyndur dómstóll. Ég fyrir mína parta er tiltölulega rólegur yfir málum sem koma til úrlausnar Hæstaréttar. Ég held að hann sé vel skipaður og engin ástæða til þess að rannsaka á einn eða annan hátt hvernig Hæstiréttur vinnur að málum. Ekkert tilefni hefur að mínum dómi gefist til þess.

Ekki hef ég heyrt það rökstutt að íslenskir dómstólar séu ekki heiðarlegir og tiltölulega réttsýnir og dæmi mál eftir bestu vitund. Þess vegna álít ég að það sé ekki ástæða til þess að hefja slíka rannsókn sem þessa almennt á dómskerfið í landinu, en kæmi frekar til greina, eins og ég gat um áður, að afmarka einhverja vissa þætti eða ákveðin mál ef mönnum bætti ástæða til þess. Hæstiréttur á auðvitað að vera trygging fyrir því að rétt sé dæmt í málum, en aftur á dómsmrn. að gæta þess að dómstólar vinni sin störf vel, þó að menn verði að sjálfsögðu misjafnlega góðir dómarar af ýmsum ástæðum.

Svo er einn háttur í sambandi við þetta mál sem ástæða er til að nefna og hæstv. dómsmrh. kom inn á, og það er hreinlegt varðandi sjálfstæði dómstólanna í landinu. Í till. er gert ráð fyrir almennri rannsókn á dómstólum í landinu og m.a., hvernig sé staðið að rannsókn sakamála, hvernig menn vinni í þessum efnum. Þar koma náttúrlega hundruð og þúsundir þátta til úrlausnar, hví að í meðferð sakamála kemur svo margt til. Það eru náttúrlega mörg dæmi t.d. um það, eins og menn þekkja, að sakadómarar eða dómstólar, sem hafa haft með höndum rannsóknir sakamála, hneppa menn í gæsluvarðhald, og það hefur komið í ljós síðar meir að það hefur verið gert að ósekju. Það eru nokkuð mörg dæmi um það, og menn eiga, eins og kunnugt er, rétt á bótum fyrir slíkt, þó að slíkt verði náttúrlega aldrei bætt. Ef maður er hnepptur í gæsluvarðhald, þó það sé að ósekju, þá er afar erfitt í raun og veru að bæta um slíkan hlut þegar hann hefur verið gerður. En það er nauðsynlegt að gera það. Það byggist að sjálfsögðu algjörlega á mati dómarans sjálfs hvernig það er gert, hvernig hann telur að málin standi einmitt á þeim tíma sem slík ákvörðun er tekin. Ég tek þetta bara sem eitt dæmi af tugum dæma, sem hægt væri að taka, og hundruðum í sambandi við ýmislegt sem kemur til úrlausnar við rannsókn sakamála.

Við almenna rannsókn á dómsmálakerfinu, eins og till. gerir ráð fyrir, er höggvið nokkuð nærri sjálfstæði dómstólanna, ef stjórnmálamenn ætla að fara að rannsaka dómskerfið í landinu og hvernig staðið sé að málum. Það hefur verið fundið að því að stjórnmálamenn séu að vinna störf sem tilheyri framkvæmdavaldinu. Það er eins og mig minni að það hafi verið einhvern tíma minnst á það og fundið að því að ég sem þingmaður hér á Alþ. væri einnig framkvæmdastjóri eða nú forstjóri í Framkvæmdastofnun ríkisins, það væri ekki talið passa að mati ýmissa. En mundi það betur við hæfi að stjórnmálamenn hér á Alþingi færu að rannsaka dómskerfið í landinu og hvernig dómarar vinna að einstökum málum? Ætli einhverjir mundu ekki segja að stjórnmálamenn væru að skipta sér af hlutum sem væru hæpnir — og nú er ég að tala um almenna rannsókn á dómskerfinu? Ég er hræddur um það. Mér þykir líklegt að dómstólunum eða því fólki, sem vinnur við dómarastörf í landinu almennt, þyki það nokkuð hart ef Alþingi ætlar að fara að setja á rökstóla n. til þess að ranasaka sérstaklega vinnubrögð þeirra að hví er snertir sérfræðileg efni, hvernig á að standa að málum og hvernig mál eru rannsökuð, það getur enginn fundið að því, þó að það sé athugað hvort hann vinni sitt starf eins og ætlast er til. þ.e.a.s. stjórnsýsluþáttinn. Það getur enginn fundið að því. En hitt er annað mál. ef á að fara í rannsókn á öllu dómskerfinu á þann hátt sem hér er ætlast til.

Það er sitthvað fleira í þessu máli sem væri ástæða til að ræða, mörg „prinsip“-mál. En ég mun ekki gera það, heldur hef ég drepið á nokkur atriði sem mér finnst ástæða til að gera að umræðuefni við flutning svona máls. Ég álít að þetta sé fyrst og fremst áróðurstill. sem hér er borin fram og hún sé nú borin fram í þeim tilgangi fyrst og fremst að reyna að fá sem flesta til að álita að það sé mjög ábótavant um framkvæmd dómsmóla undir stjórn hæstv. dómsmrh. Það hygg ég vera einfaldlega sannleikann í þessu máli. En ég er ekkert að draga í efa að flm. till. hafi áhuga á því að bæta um í dómsmálum í landinu. Það er ég ekki, ég er ekkert að rengja það. En með tilliti til þess, að till. er flutt á þennan hátt sem ég var að lýsa, þá er ástæða til að geta þess, að núv. hæstv. dómsmrh. hefur sennilega gert meira en nokkur annar dómsmrh. um langa hríða til þess að bæta ástandið í dómsmálum landsins. Hann var í stjórnarandstöðu þegar hann flutti þá till. til þál., sem ég minntist á hér áður, um að athugað yrði að hraða gangi dómsmála. Af hverju flutti hann þá till.? Vitanlega vegna þess að hann vissi að það var þörf á slíkri athugun sem snertir stjórnsýsluþáttinn í þessu máli. Og það var góðra gjalda vert að slík rannsókn fór fram. En hún fór fram, það var sérlærður maður sem stóð að þeirri rannsókn, maður sem engin ástæða er til að ætla að hafi neina tilhneigingu til þess að blanda stjórnmálum á einn eða annan hátt inn í rannsókn málsins. Síðan hæstv. núv. dómsmrh. tók við því starfi hefur hann beitt sér fyrir margháttuðum framförum á sviði dómstóla. Hann skipaði n., eins og kunnugt er, til þess að athuga um rannsóknarmál og lögreglustjórn og ýmislegt fleira. Þessi n. var býsna lengi að undirbúa sitt mál. Það er ekki gert í fljótheitum að undirbúa löggjöf, t.d. eins og löggjöf um rannsóknarlögreglu ríkisins sem hér liggur fyrir Alþ. núna og ég ætla að vona að verði sem fyrst að lögum. Þetta eru vandasöm mál. Þetta eru mjög vandasöm mál að sjálfsögðu og sérhæfð í ýmsum greinum, þannig að mér finnst það nokkuð skothent að bera fram till. eins og þessa, sem bersýnilega er áróðurstill., flutt í þeim tilgangi að reyna að breiða út þá skoðun varðandi hæstv. dómsmrh. að það sé sérstaklega ábótavant í þessum efnum undir hans stjórn. Ég veit að hæstv. ráðh. er fullkomlega maður til að svara fyrir sig sjálfur, eins og kunnugt er. En ég get ekki látið hjá líða að láta þessa skoðun í ljós og tel algjörlega fráleitt að þessi till. verði samþ. af Alþ. í þeim búningi sem hún er nú.