01.11.1976
Neðri deild: 7. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 395 í B-deild Alþingistíðinda. (249)

6. mál, þingnefnd til að kanna framkvæmd dómsmála

Karvel Pálmason:

Virðulegi forseti, Ég ætti nú ekki að hætta mér langt út í umr. um það málefni sem hér er til umr. Mig skortir sjálfsagt mikið af þeim hæfileikum og þeirri þekkingu sem að sjálfsögðu og réttilega þarf til þess að fjalla um mál af þessu tagi. En mig langar þó til þess að fara örfáum orðum um þetta mál.

Það er örugglega rétt, sem hér hefur komið fram, að það hefur gætt mikillar tregðu í því hér á hv. Alþ. að nýta sér þann rétt sem 39. gr, stjórnarskrárinnar gerir ráð fyrir í sambandi við flutning till. af því tagi sem hér er um að ræða. Þetta hefur þó gerst nokkrum sinnum, og meira að segja hef ég orðið það frægur að vera flm. að einni slíkri till. sem hæstv. dómsmrh. man að sjálfsögðu eftir og var um það að skipa rannsóknarnefnd til þess að rannsaka framkvæmd landhelgisgæslunnar á vissu tímabili. Það var vissulega afmörkuð till. og afmarkað verkefni sem þeirri n. var ætlað. En þá ætlaði allt um koll að keyra hér á hv. Alþ. Þá var talað um persónulegar árásir og aðfarir að vissum hæstv. ráðh. Það er þetta viðhorf sem mér finnst allt of áberandi, að ef hv. þm, gagnrýna meðferð ýmissa mála, þá er það tekið sem persónuleg aðför eða árás á viðkomandi ráðh. sem fer með viðkomandi málaflokk. Þetta er allt of mikið áberandi, að mér finnst. Og það á ekki bara við um hæstv. núv. dómsmrh., bað á kannske miklu frekar við um suma aðra hæstv. ráðh, í núv. ríkisstj. sem taka allt sem persónulegar árásir á sig, þó að verið sé af mestu góðvild og sanngirni að gagnrýna ýmislegt af því sem ýmsum þykir aflaga fara. (Gripið fram í.) Já, hæstv. dómsmrh. segir það. Mér fannst þó í ræðu hans fyrr við þessa umr. að þess gætti æðimikið í hans málflutningi að hér væri í og með verið að gagnrýna meðferð hans á þessum málum.

Mér finnst eins og tillöguflutningur og umr. af þessu tagi séu hálfgert feimnismál hér á hv. Alþ. Og án þess að ég vilji neitt um það fullyrða eða hafi kynnt mér það, þá er það líklega svo, að í flestum tilvikum, sem tillögur hafa verið fluttar eins og hér er nú gert, þá hafa þær verið fluttar af stjórnarandstöðuþm, Ég vænti þess að dómsmrh. leiðrétti það hér á eftir ef það er ekki rétt. Ég hygg að það sé í flestum tilvikum flutt af stjórnarandstöðuþm. (Gripið fram í.) Það var lóðið, já. En það átti einmitt ekki við um þá till. sem ég stóð að flutningi á á sínum tíma. Þá var ég stuðningsmaður þáv. ríkisstj. og það er kannske sérstakt. (Gripið fram í.) Ekki tvístígandi. Ég hygg að hv. þm. Magnús Kjartansson, sem greip fram í, hefði gjarnan viljað standa að flutningi þeirrar till., og líklega hefur kjarkinn skort, og það segir sína sögu. En samt sem áður og þrátt fyrir það að það hafi verið stjþm. sem stóð að flutningi þeirrar till., meira að segja tveir þm. stjórnarliðsins. Þá fékk hún ekki neitt blíðari móttökur heldur en þær till. sem fluttar hafa verið af stjórnarandstæðingum. Ég held síður en svo.

Það er einmitt þetta viðhorf þm. sem mér finnst að þurfi að breytast og viðhorf hæstv. ráðh. og þm. almennt til þess að það er ekki verið, — a.m.k. tek ég það ekki svo að hér sé verið að gagnrýna eða með persónulegar árásir á viðkomandi ráðh.

Ég get sagt það strax hér, að mér finnst það ástæðulaust af hæstv. dómsmrh, að tala í þeim dúr sem hann talaði fyrr við þessa umr., vegna þess að ég held persónulega að hann þurfi sjálfur ekkert að fela í þessum efnum. Ég er þeirrar skoðunar þangað til eitthvað annað kemur í ljós, þannig að ég held að hann ætti frá mínum bæjardyrum séð að geta talað á allt annan hátt en hann gerði hér fyrr við þessa umr, Mér fannst málflutningur hans allt of mikið bera því keim að hann væri að rifa niður. Nú veit ég það, að þaulreyndum lögspekingi og stjórnmálamanni eins og núv, hæstv. dómsmrh. er, — honum er það í lófa lagið að rífa niður að miklu, kannske öllu leyti tillöguflutning og málflutning tiltölulega nýrra þm. hér á hv. Alþ. í þessum efnum. En það er alltaf spurning eftir sem áður, þó honum takist það, hvort orrustan er unnin eigi að síður. Það er eftir að vinna bug á því sem heitir almenningsálit í landinu. Og ég er viss um að almenningsálitið vill fá hreinlega úr því skorið, eftir því sem tök eru á, hvernig þessum málum er í raun og veru háttað í framkvæmd. Og ég er nærri víss um það, að það er mikill fjöldi fólks í landinu sem er sömu skoðunar og ég í þeim efnum, að það hefur ekki ástæðu til þess að ætla að hér sé kannske um að sakast við hæstv, dómsmrh. eða hann hafi eitthvað að fela, en það er ýmis framkvæmd sem getur farið fram hjá honum í þessum efnum eins og mörgum öðrum, þeim sem taldir eru bera ábyrgð á framkvæmd mála í sambandi við stóra málaflokka hér í þessu landi. Mér finnst að það þurfi að verða breyting á þessu viðhorfi þingsins sjálfs til þess að nýta þær leiðir og þá möguleika sem fyrir hendi eru til þess að fá úr málum skorið á þennan þátt, ef eitthvað þ'að hefur komið upp í viðkomandi málaflokki sem ástæða þykir til að rannsaka sérstaklega.

Ég skal taka undir bað með hæstv. dómsmrh., að ég hugsa að till., eins og hún er nú fram sett, sé of víðfeðm, ekki sé nægilega afmarkað það verkefni sem rannsaka eigi, til þess að hægt sé að fá rétta mynd af því sem í raun og veru er að gerast, og einnig hitt. að það þyrfti að setja inn tímamörk um það, hvaða tímabil eigi að rannsaka. Hvort tveggja þetta var gert í þeirri þáltill. sem ég stóð að á sínum tíma. en hún fékk eigi að síður harða gagnrýni og harða dóma, þó að þetta hvort tveggja væri að ég tel fullkomlega uppfyllt í henni. En ég tek sem sagt undir það með hæstv. ráðh., að hér er óvenjulega mikið í fang færst, ef á að rannsaka eins og till. gerir ráð fyrir og ekki gert ráð fyrir að afmarka þann tíma sem þessi rannsókn á að ná yfir.

þessa máls, eins og það liggur nú fyrir. Og ég vil fyrir alla muni biðja hæstv. dómsmrh. að snúa af villu þessa vegar í sambandi við rannsókn eins og hér er talað um, því að ég held að hann hafi ekkert að fela. Sé eitthvað slíkt til, þá er það mín persónulega skoðun að það sé þá annars staðar að finna. En það er nauðsynlegt jafnframt, ef það er, að það komi þá í ljós, því að líklega hefur ekki á mörgum undanförnum árum — kannske áratugum — verið meira rætt um nokkurn málaflokk heldur en einmitt dómsmálin og réttarfarið í landinu nú undanfarið líklega á annað, ef ekki tvö ár. Og það er ýmislegt sem komið hefur til, sem hefur orðið þess valdandi að svo miklar og almennar umr. hafa átt sér stað um þennan málaflokk sem raun ber vitni.

Vel má vera að áður fyrr og kannske oft hafi ýmsir slíkir atburðir gerst eins og rætt hefur verið um. En ég held þó að óhætt sé að fullyrða að það hafi akki komið fram í dagsljósið til umræðu neitt í líkingu við það jafnalmennt og gerst hefur að undanförnu.

Sama virtist mér koma fram hjá hv. þm. Tómasi Árnasyni áðan. Hann taldi hér fyrst og fremst um pólitíska áróðurstill. að ræða, og hann talaði um rannsókn á ríkisstj. Ég held að þetta sé mesti misskilningar. Þó að hér sé um að ræða pólitíska andstæðinga mína sem standa að þessari till., þá vil ég ekki ætla þeim þetta. En það virðast greinilega ýmsir aðrir til hér innan veggja, hv. þm., sem vilja ætla þeim pólitíska áróðursherferð í sambandi við þessi mál, sem ég tel allt of alvarleg til þess að gera að neinu leikspili hér á hv. Alþ., að áróðursherferð í þeim efnum, nema þá því aðeins að sú áróðursherferð sé gerð til þess að hrista upp og fá betri árangur í meðferð þessara mála. Og ég er nærri því viss um það, að sá er tilgangurinn með þessum tillöguflutningi.

Ég skal ekki ræða öllu frekar um þetta mál. É.g vil sem sagt fyrst og fremst koma því á framfæri, að mér finnst allt of mikil tregða vera hér á hv. Alþ. til þess að þessi leið sé farin þegar upp koma jafnáberandi mál og gerst hefur að undanförnu. Og ég vil fyrir mitt leyti segja það, að ég tel að skipan rannsóknarnefndar eigi fullan rétt á sér. En til þess að það megi takast og árangur af slíku nefndarstarfi leiði það í ljós sem ég a.m.k. tel að þurfi að leiða í ljós, þá tel ég að það þurfi að afmarka verkefnið hefur, því að það verði, þó að ég sé kannske allt of ókunnugur málsmeðferð af þessu tagi til þess að dæma þar um, — þá held ég að það verkefni, sem hér er gert ráð fyrir, sé allt of viðamikið til þess að rannsóknarnefnd af þessu tagi verði gert kleift að skila því a.m.k. á þeim tíma sem gert er ráð fyrir, þannig að það verði að afmarka það meira og taka til hvaða tíma það á að ná yfir. En ég tel að till. eigi fullkomlega rétt á sér.