02.11.1976
Sameinað þing: 13. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 430 í B-deild Alþingistíðinda. (263)

Umræður utan dagskrár

Gylfi Þ. Gíslason:

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð, enda komið löngu fram yfir venjulegan fundartíma. Ég vil þó ekki láta þessum umr, ljúka með þessum orðum hv. síðasta ræðumanns. Þar fékk hæstv. sjútvrh, liðsinni úr ólíklegustu átt. verð ég að segja.

Það, sem hér hefur gerst nú í rúmar tvær klukkustundir, er það, að stjórnarandstaðan hefur staðið einhuga um að gagnrýna ranglát brbl. gefin út af hálfu hæstv. núv. ríkisstj., og umr. voru hafnar að tilstilli forustumanna 12.500 launþega í landinu. Þangað til síðasta rödd heyrðist var stjórnarandstaðan einhuga í andstöðu sinni við ríkisstj. og í stuðningi sínum við þessi samtök 12 500 launþega. Hér heyrist svo allt í einu hjáróma rödd. Ég skal ekki fjölyrða meir um þetta, Ég bara vek athygli á því, að kærkomnari orð gat hæstv, sjútvrh. ekki kosið sér að heyra hér undir lok þessara umr. Ég vona að þetta verði ekki hið rétta upphaf á nýjum þingferli þessa þm.