02.11.1976
Sameinað þing: 13. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 430 í B-deild Alþingistíðinda. (264)

Umræður utan dagskrár

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Þetta kom mér ekkert á óvart. Það kom mér ekkert á óvart þegar hv. þm. Magnús Kjartansson lýsti þeirri skoðun sinni, að bað væri eðlilegra að ríkisvaldið beitti valdi sínu til þess að leysa vanda vinnudeilna, þegar engin vinnustöðvun hefði verið boðuð, heldur en til þess neyðarúrræðis yrði gripið þegar hjól atvinnulífsins hafðu stöðvast og allt væri komið í hnút. Og af hverju kom þetta mér ekki á óvart? Vegna þess að ég talaði um það í upphafi ræðu minnar áðan, að það væri vaninn í kommúnistaríkjum að setja strax í upphafi valdaferils kommúnista lög um það að verkföll væru bönnuð, hvort sem menn hefðu þau í hyggju eða ekki. Af þeim ástæðum er ósköp eðlilegt að hv. þm. Magnúsi Kjartanssyni finnist það vænlegra ráð að ríkisvald beiti lögum til þess að banna verkföll þegar ekki er áhugi á verkfalli og löngu áður en fólk er einu sinni farið að hugleiða síikt, heldur en að beita því þegar neyð kreppir að. Þetta er að sjálfsögðu í fullu samræmi við það skipulag sem ríkir í þeim ríkjum þar sem hann á vinum að mæta.