02.11.1976
Sameinað þing: 13. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 431 í B-deild Alþingistíðinda. (265)

Umræður utan dagskrár

Magnús Kjartansson:

Hæstv. forseti. Þetta eru afar einkennileg viðbrögð, því að ég lýsti andstöðu minni við hvort tveggja, bæði brbl., sem sett væru eins og þessi, sem hefur verið rætt um í dag, og eins brbl., sem sett hafa verið eftir að vinnudeilur eru hafnar eða þegar þær standa fyrir dyrum. Ég minnti aðeins á það, að það hefur enginn flokkur hér á þingi staðið eins oft að slíkum brbl, eins og Alþfl. Mér þykir ákaflega vænt um að heyra að Alþfl. er farinn að endurhæfa síg, eins og einn af leiðtogum hans komst að orði hér einu sinni, og ég vona að sú endurhæfing beri árangur.