26.04.1977
Sameinað þing: 81. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3755 í B-deild Alþingistíðinda. (2668)

10. mál, votheysverkun

Þorv. Garðar Kristjánsson:

Herra forseti. Ég kem hér einungis til þess að þakka hv. allshn. fyrir góða afgreiðslu á þessu máli.

Hér er um þýðingarmikið mál að ræða. Hv. frsm. n., hv. þm. Sverrir Hermannsson, kom inn á meginatriði þess máls, og ég ætla ekki að fara hér heldur að endurtaka neitt af því sem ég sagði í framsögu fyrir till. Ég kem aðeins til þess að þakka það að hv. allshn. mælir með samþykkt till. Það er rétt, sem hv. frsm. sagði, að í till. hennar er aðeins lítils háttar breyting. Í till., eins og hún var lögð fram, stendur: „að fela ríkisstj. að láta gera ráðstafanir“, en í brtt. stendur: „að fela ríkisstj. að beita sér fyrir ráðstöfunum“. Það má sjálfsagt finna mun á þessu, en ég fyrir mitt leyti held að hvor tveggja útgáfan sé jafngóð, a. m. k. fyrir góða ríkisstj., til þess að framkvæma þessa hluti.