27.04.1977
Efri deild: 65. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3780 í B-deild Alþingistíðinda. (2693)

228. mál, sala hlutabréfa í Íslensku matvælamiðstöðinni hf.

Fjmrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Á þskj. 481 flytur fjh.- og viðskn. Nd. frv. sam­kv. beiðni fjmrn., en frv. gerir ráð fyrir að heimila íslenskum hluthöfum í Íslensku matvælamiðstöðinni hf. að selja breskum aðilum öll hlutabréfin í félaginu, enda skuldbindi hinn breski kaupandi sig til þess að félagið stundi engan atvinnurekstur á Íslandi og til að slíta félaginu eigi síðar en 1981.

Í grg. með þessu frv. kemur fram, að Íslenska matvælamiðstöðin hf. var stofnuð 1965 og var tilgangur félagsins upphaflega að greiða fyrir kynningu og sölu íslenskra afurða og annarra íslenskra framleiðsluvara, m. a. með því að reka verslun og veitingastarfsemi. Félagið hefur í raun aldrei rekið neina starfsemi hér á landi, heldur einungis veitingahús í London. Árið 1908 var helmingur félagsins yfirtekinn af breska hlutafélaginu Angus Steak Houses Ltd. og einstakl­ingum á þess vegum. Tók það fyrirtæki við rekstrinum sem fram til þessa tíma hafði gengið mjög illa. Síðan þetta gerðist hefur reksturinn gengið bærilega og fyrirtækið endurgreitt öll þau lán sem hinir erlendu eigendur þess höfðu veitt því á meðan það átti í rekstrarörðugleik­um. Nú er hins vegar ljóst orðið að eina leið þessara eigenda til þess að fá aftur það fjár­magn, sem upphaflega var lagt í fyrirtækið, er að selja það að fullu hinum bresku aðilum, enda er verðmæti fyrirtækisins nú eingöngu fólgið í frádráttarhæfni uppsafnaðs taps þess sem eingöngu getur komið breska fyrirtækinu að gagni. Að auki rennur út á árinu 1979 leigusamn­ingur um þá aðstöðu sem félagið hefur til starf­semi sinnar í London.

Hið uppsafnaða tap var hinn 30. júní 1975 32066 pund, en söluverð þess hluta, er íslensku hluthafarnir eiga, er 18 þús. pund. Í 1. nr. 77/1921, um hlutafélög, er hvergi tekið fram að meiri hluti hlutafjár skuli vera í eigu íslenskra ríkisborgara eða manna búsettra á Íslandi. Skil­yrði af þessu tagi er hins vegar víða að finna í sérlögum um helstu atvinnugreinarnar. Vegna slíkra ákvæða í íslenskri löggjöf og með tilliti til framkvæmdar við skráningu hlutafélaga um langan tíma hefur verið lítið svo á, að í íslenskum hlutafélögum verði meiri hluti hlutafjárins að vera í eigu hérlendra aðila án tillits til þess, hvort félagið rekur atvinnu sem háð er sérlög­um sem hafa að geyma ákvæði um meirihlutaeign íslenskra aðila. Þannig hefur verið lítið svo á, að sérstaka lagaheimild þurfi til að selja öll ís­lensku hlutabréfin til erlendra aðila þar eð hér er um að ræða íslenskt hlutafélag, jafnvel þótt það hafi alltaf haft allan sinn rekstur erlendis.

Frv. það, sem hér er flutt, er þannig heim­ild sem beinist eingöngu að þessu einstæða til­viki, en felur ekki í sér neina stefnbreytingu að því er tekur til eignarhalds útlendinga á hlutabréfum í íslenskum hlutafélögum. Hinir ís­lensku hluthafar, sem selja mundu bréf sín, eru ríkissjóður, Framleiðsluráð landbúnaðarins, Sam­band ísl. samvinnufélaga og Loftleiðir.

Með tilvísun til þessarar skýringar leyfi ég mér, herra forseti, að leggja til að þessu frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. fjh.- og viðskn.