03.11.1976
Efri deild: 8. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 434 í B-deild Alþingistíðinda. (273)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson) :

Mér hefur borist eftirfarandi bréf:

„Reykjavík 3. nóv. 1976. Skv. beiðni Eggerts G. Þorsteinssonar, 4. landsk. þm., sem nú er á förum til útlanda af heilsufarsástæðum, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður landsk. þm. Alþfl., Bragi Sigurjónsson útibússtjóri, taki sæti á Alþingi í forföllum hans.

Benedikt Gröndal,

varaform. þingfl. Alþfl.

Bragi Sigurjónsson hefur tekið sæti á Alþ. fyrr á þessu kjörtímabili og býð ég hann velkominn til starfa.