28.04.1977
Efri deild: 67. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3862 í B-deild Alþingistíðinda. (2818)

208. mál, byggingarlög

Iðnrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Ár­ið 1973 skipaði þáv. félmrh., Hannibal Valdimars­son, 9 manna n. til að endurskoða gildandi lög um byggingarmálefni og semja frv. til bygging­arlaga sem gildi fyrir landið allt. N. var einnig falið að gera till. til breytinga á skipulagslögum ef hún teldi slíkt nauðsynlegt í sambandi við endurskoðun byggingarlaganna. Í þessa n. voru skipaðir fulltrúar frá Tæknifræðingafélagi Ís­lands og landbrn., frá Reykjavíkurborg og Arki­tektafélagi Íslands, Verkfræðingafélagi Íslands, Byggingafræðingafélagi Íslands, Sambandi ísl. sveitarfélaga, skipulagsstjórn ríkisins, og formað­ur var ráðuneytisstjóri félmrn., Hallgrímur Dal­berg. Nokkru síðar voru skipaðir til viðbótar í n. fulltrúi frá Meistarasambandi byggingar­manna og frá Sambandi byggingarmanna.

Þessi n. vann mikið og merkilegt starf og skil­aði frá sér einróma frv., til byggingarlaga. Það frv. var lagt fyrir síðasta þing og var vísað til 2. umr. í Nd. og til félmn. Félmn. Nd. sendi það til umsagnar allmargra aðila, en henni vannst ekki tími til að afgreiða málið frá sér áður en þingi lyki. Hins vegar var ákveðið að formaður félmn. Nd. og ráðuneytisstjóri félmrn. athug­uðu allmargar umsagnir sem fram höfðu komið. Niðurstaðan af þeirri vinnu varð sú, að frv. var lagt fyrir þetta þing, fyrir hv. Nd. að nýju, með nokkrum breytingum sem gerð er grein fyrir í grg. frv. Málið hefur svo verið að nýju til með­ferðar í félmn. Nd. og hún skilaði fyrir nokkru áliti þar sem hún mælti einróma með samþykkt frv.

Málið hefur því gengið í gegnum Nd. og er nú komið hingað, og skal ég ekki rekja efni þess að þessu sinni, svo ítarlega sem það er gert í grg. frv. Hér er um að ræða sameiningu og sam­ræmingu á dreifðum lagaákvæðum og að því stefnt að fá byggingarlög fyrir landið í heild.

Ég legg til að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. félmn.