28.04.1977
Efri deild: 67. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3863 í B-deild Alþingistíðinda. (2819)

208. mál, byggingarlög

Albert Guðmundsson:

Herra forseti. Mig langar til að fá upplýst hjá hæstv. ráðh. hvort breyting verður á skipan formanna byggingarnefnda, t. d. eins og hér í Reykjavíkurborg, og því miður geri ég þessa fsp. vegna þess að ég hef trassað að kynna mér það mál eins og skyldi fyrir þessa umr. En þannig skipast mál eins og er, að borg­arstjórinn í Reykjavík er lögum samkv. formað­ur byggingarnefndar í Reykjavík. Nú er það vitað mál að borgarstjórinn í Reykjavík mætir yfirleitt aldrei sem formaður eða nm. á bygg­ingarnefndarfundi, en lög segja til um að stað­gengill hans skuli þá mæta í hans stað. Nú er enginn varaborgarstjóri í Reykjavík samkv. lög­um, og hefur það verið ágreiningsefni í borgar­stjórn að ekki skuli heimilt að kjósa eða fela — skulum við segja — kjörnum fulltrúa, sem hefur tíma til þess að mæta á byggingarnefndar­fundum, að gegna þar formannsstöðu, heldur er þar um embættismann eingöngu að ræða samkv. gildandi lögum. Mig langar til að fá það upp­lýst, hvort með samþykkt þessa frv. til bygg­ingarlaga verði breyting á í þá átt að kjörnir fulltrúar geti orðið formenn byggingarnefndar, t. d. í Reykjavíkurborg.