28.04.1977
Efri deild: 67. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3871 í B-deild Alþingistíðinda. (2829)

176. mál, brunavarnir og brunamál

Iðnrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Ég flyt hér viðaukatill. við þetta frv. á þskj. 545. Í gildandi lögum er svo ákveðið, að stjórn Brunamálastofnunar ríkisins skuli skipuð 5 mönnum til fjögurra ára í senn. Ráðh. skipar formann án tilnefningar, einn mann eftir tilnefningu Sam­bands ísl. sveitarfélaga, einn eftir tilnefningu Reykjavíkurborgar, tvo menn eftir tilnefningu Sambands ísl. tryggingafélaga.

Nú hafa komið tilmæli frá Landssambandi slökkviliðsmanna um að fá fulltrúa í stjórn Brunamálastofnunar. Í Landssambandinu eru alls um 1400 slökkviliðsmenn, og virðist mér eðlilegt og sanngjarnt að verða við þessari beiðni Landssambandsins. Brtt. mín á þskj. 545 felur því í sér að bæta einum manni við í stjórn Brunamálastofnunar og að hann verði skipaður samkv. tilnefningu Landssambands slökkviliðsmanna. Ég vænti þess, að hv. dm. geti fallist á að rétt sé að verða við þessari ósk og að till. fái góðan byr.