28.04.1977
Efri deild: 69. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3871 í B-deild Alþingistíðinda. (2837)

233. mál, ráðstafanir til að draga úr tóbaksreykingum

Frsm. (Oddur Ólafsson):

Herra forseti. Heilbr.- og trn. hefur fjallað um frv. til l. um ráðstafanir til að draga úr tóbaksreykingum og voru nm. á einu máli um að mæla með því að frv. þetta yrði samþykkt óbreytt.

Eins og okkur er öllum kunnugt, mælti hæstv. heilbrrh. fyrir þessu frv. hér í d. í gær. Hann gerði þá ítarlega grein fyrir aðdraganda þessa máls og lýsti því hvernig hefði komið í ljós að bann það, sem sett var á tóbaksauglýsingar með l. nr. 59/1971, hefur ekki orðið jafnvíðtækt og æskilegt væri. Í skjóli þess, að tekið er fram að auglýsingar séu bannaðar utan dyra, hafa verið hafðar uppi auglýsingaherferðir tóbaksframleið­enda í flestum stærri matvöruverslunum lands­ins. Og á ýmsan annan hátt hefur komið í ljós að bæta þurfti um og taka af öll tvímæli um ýmislegt. Þess vegna er það frv. flutt sem hér er til umr.

Ég ætla ekki að hafa um þetta fleiri orð, við ræddum þetta mál allítarlega í gær, og þess vegna endurtek ég það, að heilbr.- og trn, hefur gefið út svofellt nál.:

„Nefndin hefur rætt frv. og leggur einróma til að það verði samþykkt óbreytt.“