28.04.1977
Efri deild: 71. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3873 í B-deild Alþingistíðinda. (2845)

198. mál, tímabundið vörugjald

Frsm. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur fjallað um frv. til 1. um breyt. á 1. nr. 119 27. des. 1976 og l. nr. 77 23. des. 1975, um sérstakt tímabundið vörugjald. N. leggur til að frv. verði samþykkt.

Hér er einkum um að ræða leiðréttingaratriði, bæði vegna þess að prentvillur voru í fyrra frv. og einnig vegna þess að fallið höfðu niður nokkur ný tollskrárnúmer úr upptalningu yfir vörur sem áður báru vörugjald, og vegna samræmis þykir ekki fært að fella niður vörugjald af þessum vörum, en þetta kom fram við gildistöku nýrrar tollskrár. Ég vil aðeins ítreka það, að n. leggur til að frv. verði samþykkt, en Jón Árm. Héðins­son og Ragnar Arnalds undirrita nál. með fyrir­vara.