28.04.1977
Neðri deild: 77. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3884 í B-deild Alþingistíðinda. (2879)

121. mál, veiting ríkisborgararéttar

Dómsmrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti.

Það er í raun og veru óþarft að fylgja þessu frv. úr hlaði. Þetta er frv. sem menn kannast við, kemur fram á hverju ári. Þetta frv. hefur nú gengið í gegnum hv. Ed. og tekið þar nokkrum breytingum, eins og gengur, í þá átt að það hafa verið teknir inn í frv. þeir sem á því tíma­bili, sem liðið er frá því að það var lagt fram í haust og þangað til nú, hafa fullnægt þeim skil­yrðum sem sett hafa verið af Alþ. fyrir því að menn gætu fengið ríkisborgararétt með þessum hætti.

Ég hygg að allshn. beggja d. hafi í raun og veru unnið að þessu saman, eins og venja er til. Það er gert ráð fyrir því með þessu frv., eins og það nú liggur fyrir eftir að Ed. hefur afgreitt það, að 44 aðilar fái íslenskan ríkisborgararétt.

2. gr. er í því formi sem verið hefur, og ég sé ekki ástæðu til að ræða um hana.

Ég leyfi mér, herra forseti, að leggja til að frv. verði að lokinni þessari umr, vísað til allshn.