29.04.1977
Sameinað þing: 83. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3959 í B-deild Alþingistíðinda. (2927)

65. mál, tölvutækni við söfnun upplýsinga um skoðanir manna og persónulega hagi

Frsm. (Jónas Árnason):

Herra forseti. Eftir að till. sú, sem hér er til afgreiðslu, kom fram fluttu flm. hennar brtt. við till. sína. Sú brtt. er á þskj. 359. Þeir leggja til að till. verði breytt í það horf sem hér segir:

„Alþingi ályktar að skora á ríkisstj. að leggja fyrir Alþ. í þingbyrjun næsta haust frv. til 1. um verndun einstaklinga gagnvart því, að komið sé upp safni upplýsinga um skoðanir þeirra eða aðra persónulega hagi með aðstoð tölvutækni.“

Allshn. hefur fjallað um þáltill. og einnig brtt. flm. og orðið sammála um að mæla með samþykkt till. með þeirri breytingu sem flm. sjálfir leggja til.