29.04.1977
Sameinað þing: 83. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3966 í B-deild Alþingistíðinda. (2932)

35. mál, útbreiðsla atvinnusjúkdóma

Frsm. (Jónas Árnason):

Herra forseti. Till. sú, sem hér er til umr., till. til þál, um skipun n. til að kanna eðli og útbreiðslu atvinnusjúkdóma, er svo hljóðandi:

„Alþingi ályktar að fela ríkisstj. að skipa n. sérfróðra manna til að gera ítarlega könnun á eðli og útbreiðslu atvinnusjúkdóma hérlendis, svo sem vegna vinnuálags og langs vinnudags, hraða eða sjálfvirkni vinnunnar, umgengni við hættuleg efni, mengað andrúmsloft, hávaða, kulda, eða vegna annars, sem snertir aðbúnað starfsfólks á vinnustað.“

Allshn. hefur athugað þessa till. og orðið sammála um að mæla með samþykkt hennar.