29.04.1977
Neðri deild: 80. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 4003 í B-deild Alþingistíðinda. (3015)

121. mál, veiting ríkisborgararéttar

Frsm. (Pál Pétursson):

Herra forseti. Allshn. Nd. fjallaði um frv. til 1. um veitingu ríkisborg­araréttar. Sá undanfari hefur verið að þessu máli, að sú undirbúningsvinna hefur verið viðhöfð eins og undanfarin ár, að formenn allshn. beggja d. hafa ásamt skrifstofustjóra Alþingis farið mjög nákvæmlega yfir þær umsóknir sem borist höfðu. Þetta er sú málsmeðferð sem venja hefur verið. Ég vísa til þeirra skilyrða, sem prent­uð eru á þskj., um það sem þeir menn verða að uppfylla sem veittur er ríkisborgararéttur.

N. mælir eindregið með að þeim, sem tilgreindir eru í frv. eins og það liggur fyrir eftir 2. umr. í Ed. og prentað á þskj. 549, og enn frem­ur konu þeirri, sem getið er um í brtt. á sér­stöku þskj., verði veittur ríkisborgararéttur. En þessi brtt., sem n. flytur á þskj. 598 við frv. til 1. um veitingu ríkisborgararéttar, er svo hljóðandi:

„Við 1. gr. Við greinina bætist í stafrófsröð. Ström, Jastrid Olina Susanna, húsmóðir á Akureyri, fædd í Færeyjum 8. júlí 1928.“