02.05.1977
Neðri deild: 84. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 4082 í B-deild Alþingistíðinda. (3127)

233. mál, ráðstafanir til að draga úr tóbaksreykingum

Sigurlaug Bjarnadóttir:

Hæstv. forseti. Ég á sæti í n. þeirri sem stóð að nál. sem þegar hefur verið mælt fyrir, og ég er ásamt öðrum nm. heils hugar samþykk því. En það var stungið hér að mér af einum virðulegum starfsmanni þingsins smáupplýsingum, og með tilliti til þess að ég er þegar búin að lýsa eindregnu fylgi við fram komið frv. um varnir gegn tóbaksreykingum, þá vænti ég þess að ég verði ekki sökuð um áróður fyrir notkun tóbaks, en hér er smásýnis­horn af því, hvernig gömlu mennirnir hér um aldamótin fóru að því að auglýsa sitt tóbak, en í blöðum þeirra tíma stóð þessi auglýsing og fór vítt um landið:

„Reyktu, tyggðu, taktu nef í

tóbakið með sældarþef í,

svo að ei þig komi kvef í,

kauptu tóbakið hjá Levý.“

Þetta tilheyrir fortíðinni.