02.05.1977
Neðri deild: 85. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 4147 í B-deild Alþingistíðinda. (3186)

213. mál, Skálholtsskóli

Svava Jakobsdóttir:

Hæstv. forseti. Ég vil í stuttu máli aðeins skýra frá því, að fyrirvari minn varðar 8. gr. Þar er kveðið á um kostnaðar­tilhögun, sams konar og hefur verið í lög leidd varðandi Verslunarskólann og Samvinnuskólann, og ég er því mótfallin. Ég hefði líka talið eðlilegt, þegar ríkissjóður leggur svona mikið fram til skólans, að eignaraðild ríkisins hefði verið viðurkennd og menntmrh. hefði skipað formann skólanefndar. Þetta er aths. mínar við frv. Ég vildi láta þær koma fram hér.