02.05.1977
Neðri deild: 85. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 4150 í B-deild Alþingistíðinda. (3193)

21. mál, leiklistarlög

Menntmrh. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Virðu­legi forseti. Ég vil leyfa mér að þakka hv. flm. fyrir þessa tillitssemi í minn garð og það traust sem þeir á vissan hátt sýna mér í sambandi við yfirlýsingu mína. En út af þessu orði, sem margir hv. þm. fella sig mjög illa við og ég er ekki, eftir að mér hefur verið bent á það, hrifinn af, vil ég leyfa mér að beina því til hæstv. forseta, hvort það geti ekki skoðast sem leiðrétting á máli að fella þetta orð niður og láta aðeins standa: „að vera vettvangur umræðna um leik­listarmál og stuðla að stefnumótun á því sviði á hverjum tíma“. Ég leyfi mér að skjóta þessu til hæstv. forseta, en sjálfur treysti ég mér ekki til að sjálfsögðu að úrskurða um þetta.