03.05.1977
Sameinað þing: 84. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 4178 í B-deild Alþingistíðinda. (3245)

235. mál, Stofnlánadeild landbúnaðarins

Friðjón Þórðarson.:

Herra forseti. Það er óþarfi fyrir mig að segja mörg orð út af þessari fsp. Hún er í sjálfu sér eðlileg, og hér hafa tekið til máls nokkrir nm. um þetta efni. Ég var í þessari n. sem athugaði umrætt mál. Ég held að í þeirri n. hafi ríkt nokkuð gott samkomulag í öllum meginatriðum. Við töldum okkur hafa náð tiltölu­lega skynsamlegri niðurstöðu, miðað við það viðfangsefni sem við var að fást. Við höfum skilað af okkur störfum þó að ekki hafi auðnast að leggja frv. fyrir þetta þing.

Ég vænti þess, að þegar reynt verður að greiða úr þessum málum til frambúðar, sem vissulega er full þörf á, þá verði ekki fram hjá nál. okkar gengið, því að ég tel að þeir, sem fara eða skoða þessi mál til grunna, muni komast að svipaðri niðurstöðu og við.

Það hefur verið sagt að sú leið, sem við bentum á, mundi ekki leysa vanda Stofnlánadeildar landbúnaðarins nema um tiltölulega skamman tíma, þetta væri því aðeins stundarlausn. Ég held að þetta sé ekki rétt. Eftir þeim tölum, sem við reyndum að gera okkur grein fyrir, og spám fram í tímann standa vonir til þess, að sú lausn, sem við bendum á, muni leysa vanda þessarar deildar til frambúðar, að svo miklu leyti sem spáð verður mörg ár fram í tímann.

Ég hef þessi orð ekki fleiri, en vonast til að frv. um þetta efni komi fram þegar á næsta hausti, þó að eigi hafi lánast að koma því fyrir þetta þing.