03.05.1977
Sameinað þing: 85. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 4182 í B-deild Alþingistíðinda. (3249)

Umræður utan dagskrár

Jónas Árnason:

Herra forseti. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að beina fsp. til hæstv. forsrh.

Samkv. yfirlýsingu, sem hann gaf á fundi Ed. í gær, þegar rædd voru tilmæli sem ríkisstj. hafa borist frá fólki í sveitunum sunnan Skarðsheiðar, að þar verði efnt til almennrar, leynilegrar atkv­gr. um viðhorf þessa fólks til hinnar fyrirhuguðu Grundartangaverksmiðju, — samkv. yfirlýsingu forsrh. mun í morgun hafa verið fjallað um þetta mál á fundi hæstv. ríkisstj. Því leyfi ég mér að spyrja hæstv. forsrh.: Hver var niðurstaðan? Hvert er svar hæstv. ríkisstj. við þessum tilmælum þess fólks sem lifir lífi sínu í næsta nágrenni við Grundartanga?