03.05.1977
Efri deild: 85. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 4225 í B-deild Alþingistíðinda. (3292)

Umræður utan dagskrár

Forsrh. (Geir Hallgrímsson):

Herra forseti. Samkv. yfirlýsingu, sem gefin var hér í d. í gær varðandi svar ríkisstj. við áskorun sem samþykkt var á fundi um málefni járnblendiverk­smiðjunnar í Hvalfirði, kveð ég mér nú hljóðs. Þrátt fyrir að ég hef þegar skýrt í Sþ. frá efni þeirrar ályktunar, sem ríkisstj. gerði á fundi sínum í morgun, þykir mér einnig hlýða að lýsa þeirri niðurstöðu hér í þessari hv. d., en hún er, eins og kunnugt er, með leyfi forseta, á þessa leið samkv. bókun á ríkisstjórnarfundi:

Ríkisstj. telur að ekki sé unnt að fresta afgreiðslu frv. til l. um járnblendiverksmiðjuna í Hvalfirði. Ríkisstj. mun því ekki hlutast til um að fram fari leynileg atkvgr. um málið.“