03.05.1977
Efri deild: 85. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 4226 í B-deild Alþingistíðinda. (3295)

Umræður utan dagskrár

Steingrímur Hermannsson:

Herra forseti. Mér þykir rétt að greina frá því, að iðnn. Ed. Alþ. hef­ur borist bréf frá fjölmennasta sveitarfélaginu í nágrenni Grundartanga, Akranesi. Bréfið er svo hljóðandi, með leyfi forseta: (StJ: Frá bæjar­stjórn, en ekki sveitarfélagi.) Bæjarstjórnir eru löglega kjörnir fulltrúar þessa sveitarfélags og löglegri heldur en hv. þm.

„Akranesi, 2. maí 1977.

Iðnn. Ed. Alþ.,

Alþingishúsinu, Reykjavík.

Hér með er yður send ályktun bæjarstjórnar Akraness um járnblendiverksmiðju að Grundartanga sem hún samþykkti á fundi sínum í dag með 8:1 atkv. Ályktunin er svo hljóðandi:

Ályktun bæjarstjórnar Akraness, 2. maí 1977. Með því að frv. til 1. um járnblendiverksmiðju að Grundartanga er nú til lokaafgreiðslu á Alþ. áréttar bæjarstjórn Akraness að gefnu tilefni fyrri samþykktir sínar um þetta mál og lætur í ljós það álit, að hinn norski samstarfsaðili geri málið að ýmsu leyti álitlegra en áður var. Bæjar­stjórnin vill í þessu sambandi minna á að verksmiðjan sjálf mun veita allt að 150 manns fasta atvinnu og hafa margvíslega aðra jákvæða þýðingu fyrir byggðarlögin í nágrenni hennar, með líkum hætti og reynslan hefur orðið af sementsverk­smiðjunni undanfarin 20 ár. Má benda á meðal annars að aukin byggð á þessu svæði með tilkomu járnblendiverksmiðjunnar mun auðvelda uppbyggingu og rekstur hitaveitu frá Deildartunguhver sem nú er í undirbúningi fyrir Akra­nes, Borgarnes, Hvanneyri og fleiri aðila. Með hliðsjón af þessu lýsir bæjarstjórn Akraness því yfir, að afstaða hennar til þessa framfaramáls er óbreytt, og skorar því eindregið á Alþ. að samþykkja frv. um járnblendiverksmiðju fyrir þing­lausnir.“