18.10.1976
Sameinað þing: 4. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 41 í B-deild Alþingistíðinda. (33)

Rannsókn kjörbréfs - varamenn taka þingsæti

Frsm. (Friðjón Þórðarson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur rannsakað kjörbréf Ingvars Jóhannssonar framkvæmdastjóra, Ytri-Njarðvík, sem nú tekur sæti á Alþ. í forföllum eða fjarveru Odds Ólafssonar, 2. þm. Reykn. Kjörbréfið er að vísu ekki alveg í fullu formi að okkar dómi. Þar stendur einungis að kosningu hafi hlotið Ingvar Jóhannsson o.s.frv. sem 1. varaþm. í Reykn. En við höfum leyft okkur að lesa hér í málið og orðið sammála um að bæta inn í bréfið: 1. varaþm. Sjálfstfl. í Reykn. Með þessari aths. leggur kjörbréfanefnd til að kosningin verði tekin gild og kjörbréfið samþ.