04.05.1977
Neðri deild: 89. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 4290 í B-deild Alþingistíðinda. (3364)

124. mál, símaafnot aldraðs fólks og öryrkja

Forseti (Ragnhildur Helgadóttir):

Nú hafa þrír hv. þm. kvatt sér hljóðs um þetta mál. Ég hafði raunar, gert mér vonir um að umr. um málið drægjust ekki lengur en svo, að unnt væri að veita málinu fullnaðarafgreiðslu. Það verður þó að ráðast af því hve miklar umr. verða. En vegna þess að hér hefur nokkuð verið um það fjallað, að málið hafi ekki verið tekið til umr. fyrr en nú mjög seint, vil ég minna á þá venju, að mál eru ævinlega tekin út af dagskránni þegar þau eru til 1. umr. og flm. fjarverandi. Svo stendur á um þetta mál, að flm. þess hefur verið forfall­aður vegna veikinda mjög lengi í vetur. Í stað þess að láta málið standa á hinni prentuðu dag­skrá dag hvern var málið ekki tekið á hina prent­uðu dagskrá aftur fyrr en hv. 3. þm. Reykv., vara­maður hv. þm. Magnúsar Kjartanssonar, Sigurður Magnússon, óskaði eftir að mæla fyrir málinu. Einmitt vegna þess, að það er ekki nein tilhneiging til að svæfa þetta mál, er það tekið á dag­skrána nú á síðasta degi þingsins, strax og nál. liggur fyrir. Það var nú í nótt sem málið var tekið á þessa dagskrá. — Ég vildi aðeins segja þetta til skýringar.