25.11.1976
Sameinað þing: 25. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 764 í B-deild Alþingistíðinda. (535)

Fjarvistir ráðherra

Forseti (Ásgeir Bjarnason):

Áður en gengið er til dagskrár þykir mér rétt að tilkynna það, að þegar fundur var haldinn hér á Alþ. í fyrradag, þriðjudaginn 23. þ. m., var hæstv. iðnrh. Gunnar Thoroddsen erlendis á fundi iðnrh. Norðurlanda í Svíþjóð og hafði hann því lögmæt forföll. en rn. hans hafði láðst að tilkynna Alþ. fjarveru ráðh.

Þá vil ég líka leiðrétta þá fregn, sem komið hefur fram í fjölmiðlum, að aðeins einn ráðh. hafi beðið um fjarvistarleyfi. Þegar hv. 3. þm. Reykv. kvaddi sér hljóðs hér utan dagskrár vegna fjarveru samgrh., þá tók ég það fram í svari mínu að hæstv. samgrh. Halldór E. Sigurðsson hefði beðið nm fjarvistarleyfi, þannig að hann hafði fjarvistarleyfi enda þótt hann væri ekki skrifaður á þann lista sem ég las í upphafi fundar og fréttastofan mun hafa eingöngu farið eftir.

Þetta vildi ég að kæmi hér fram.