18.10.1976
Neðri deild: 4. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 58 í B-deild Alþingistíðinda. (56)

13. mál, skipan dómsvalds í héraði

Dómsmrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Það er sama að segja um þetta frv. eins og það sem ég síðast mælti hér fyrir, að það er fylgifrv. með frv. um rannsóknarlögreglu og leiðir af því, Það er samhljóða frv. sem lagt var fram hér í fyrra, að fráskildu því að gerð er nokkur breyt. á 3. gr. þar sem ekki er tekið Fram í henni nú eins og var í frv., sem lagt var fram í fyrra, hver annaðist framkvæmd refsidóma og umsjón fangelsa í Reykjavík. Í grg., sem fylgir frv., bendir n. á að breyt. þessi miði að því að veita dómsmrh. frjálsari hendur til að skipuleggja stjórn fangelsismála og framkvæmd refsidóma.

Þetta frv. er að sjálfsögðu eins og hin tvö: frv. um rannsóknarlögreglu og frv. um breyt. á l. um meðferð opinberra mála, lagt fram hér óbreytt eins og réttarfarsnefnd hefur gengið frá því.

Ég legg til, herra forseti, að þessu frv. verði vísað til 2. umr., þegar 1. umr. er lokið, og til hv. allshn.