30.11.1976
Sameinað þing: 26. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 852 í B-deild Alþingistíðinda. (598)

248. mál, geðdeild Landsspítalans

Helgi F. Seljan:

Herra forseti. Það er vissulega gott að fá þetta mál hér inn nú. Sá þáttur, sem hér er vikið að, er einn þeirra þátta sem þarf að huga vel að varðandi málefniþroskaheftra í heild, og svör hæstv. ráðh. sönnuðu betur en annað, sönnuðu það e.t.v. miklu betur en framsöguræða mín hér um daginn fyrir ákveðinni till., hver nauðsyn er á því að á verði komið samræmdri till., hver nauðsyn er á því að á verði komið samræmdri heildarlöggjöf um málefni þroskaheftra í landinu og einhver ábyrgur aðili í stjórnkerfinu hafi með þau mál í heild að gera. Ég vonast því eftir að fá stuðning hæstv. ráðh. einmitt við það að slík heildarlöggjöf verði sett.

Það var komið inn á það áðan að alþm. hefðu í fyrra ekki sýnt nægan áhuga á þessum málum varðandi fjárveitingar. Ég veit að hæstv. ráðh. veit mætavel að við þm. biðum í fyrra með töluverðri eftirvæntingu, þeir sem hafa afskipti af þessum málum, eftir því að stjórnarfrv. yrði flutt um endurnýjun á þessu svokallaða tappagjaldi sem stendur undir Styrktarsjóði vangefinna. Um það urðu einhverjar deilur innan ríkisstj., hvort framlengja skyldi gjaldið eða ekki. Ég skal ekki fara nánar út í það hér, því þeirri fsp. verður svarað síðar. En ég fagna því sem sagt að nú mun hæstv. heilbrrh. ganga til liðs við hæstv. félmrh. í ríkisstj. um það að fá framlengingu á þessum tekjustofni — þessum dýrmæta tekjustofni og um leið stóreflingu hans. Ég fagna því að heyra á hæstv. ráðh. að hann muni liðsinna flokksbróður sínum dyggilega, gegn að vísu þá öðrum hv.flokksbróður sínum.