30.11.1976
Sameinað þing: 26. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 899 í B-deild Alþingistíðinda. (617)

Umræður utan dagskrár

Forsrh. (Geir Hallgrímsson):

Herra forseti. Ég vil láta það koma hér fram í tilefni af orðum hv. 6. þm. Norðurl. e. að sjútvrh. er bundinn við skyldustörf sem hann gat ekki hnikað til. tjáði fyrirspyrjanda það, að því er mér skilst, hv. 2. þm. Austurl., er taldi ekki ástæðu fyrir hann að breyta sínum fyrri áætlunum sem hann reyndar átti óhægt með og gat ekki.

Er þarf þess vegna ekki heldur að taka svari hæstv. sjútvrh. varðandi ummæli hans um skýrslu fiskifræðinganna. Það er auðvitað afbökun og ýkjur á haus ummælum að segja að sjútvrh. hafi sagt að ekkert væri að marka skýrslu fiskifræðinga eða að skýrslan væri röng. Í þessu sambandi held ég að sé líka ástæða til að láta þá skoðun í ljós, að sérfræðingar eru auðvitað góðir og blessaðir, en það er engin ástæða til þess að þeir séu friðhelgir fyrir gagnrýni, og ég efast um að sérfræðingar óski eftir slíkri friðhelgi. Þeirra verk eru gagnrýniverð eins og verk annarra, og við stjórnmálamennirnir eigum alls ekki að afsala í hendur sérfræðinganna því valdi sem er innan veggja Alþingis. Við verðum að leggja sjálfstæðan dóm á verk sérfræðinganna, og um skýrslu fiskifræðinga vil ég segja það, að sjálfsagt er að hafa hana til hliðsjónar í öllum okkar gerðum. En við þurfum að taka ýmis önnur tillit, eins og t.d. félagsleg og efnahagsleg, sem geta valdið því, að frá þeirra leiðbeiningum og ráðum sé vikið.

Þá vek ég athygli á því, að hv. 5. þm. Norðurl. e. telur útlendinga hafa veitt hér 160–170 þús. tonn á árinu. Ég tel þetta býsna háa tölu, en hef ekki aðstöðu til þess að fara ofan í saumana varðandi þá tölu. Ég held að hann taki þá a.m.k. algerlega trúanlegar aflaskýrslur breta fyrri hluta árs, hvað þeir veiddu undir herskipavernd, og það er þá meira en hv. þm. vildi vera láta meðan á þeim veiðum stóð og bretar veiddu hér í skjóli herskipanna.

Þá vil ég aðeins víkja að ræðu hv. 2. þm. austurl. Hann talar um stefnuleysi stjórnvalda. Ég vil algerlega mótmæla því að ríkisstj. hafi ekki fastmótaða stefnu í þessum málum. Við höfum gert þeirri stefnu skil, hæstv. utanrrh. og ég, og í raun kemur hún fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem gefin var og við höfum hér skýrt. Það er annars vegar að við teljum rétt að halda áfram viðræðum til að kanna hvort samkomulag næst um samvinnu á sviði fiskverndar. Ég tók eftir því að hv. 2. þm. Austurl. vék ekki einu orði að því efni og svari okkar varðandi nauðsyn þess að leggja áherslu á samkomulag um fiskvernd. Það er enn fremur stefna ríkisstj. að taka þátt t víðræðum um hugsanlegar gagnkvæmar veiðiheimildir á fiskimiðum hvors samningsaðila um sig í samræmi við stefnu beggja aðila á sviði fiskverndar.

Það hefur verið auglýst eftir því hér af hálfu hv. 2. landsk. þm., og ég heyrði ekki betur en einnig af hálfu hv. 2. hm. Austurl., að ég gæfi hér upplýsingar um hvað við hugsanlega gætum boðið bretum eða Efnahagsbandalaginu hvað veiðiréttindi snertir innan okkar fiskveiðilögsögu. Ég segi það hér og nú, að mér dettur það ekki í hug. Ég tel að þeir eigi að koma fyrst með tilboð sitt og við eigum þá að vega og meta hvers virði við teljum það og annaðhvort gera gagntilboð eða segja að við höfum ekki áhuga. Auðvitað eiga þeir að koma með sitt boð áður.

Hv. 2. þm. Austurl. sagði að hann hefði litið fylgst með þessu máli, en las svo upp úr trúnaðarskýrslu frásögn af viðræðunum. Af heim ummælum. sem hann las, er ekki hægt að draga neina ályktun að nein boð hafi borist okkur frá fulltrúa Efnahagsbandalagsins. Það hefur verið talað lauslega um hann möguleika að veita réttindi til síldveiða í Norðursjó og réttindi til fiskveiða við Grænland. En auðvitað er þetta ekki boð. Við verðum að fá skýrari afmörkun á því hvað meint er með slíkum veiðiréttindum, bæði hvað snertir síldveiðarnar, hve miklar síldveiðar verða leyfðar í Norðursjó. Þótt íslenskir fiskifræðingar og stjórnvöld hafi tjáð sig fús að banna síldveiðar í Norðursjó vegna áhuga okkar á almennri fiskvernd, þá hef ég fyrir því orð íslenskra sjómanna sem stundað hafa síldveiðar í Norðursjó, að það séu síður en svo áberandi merki þess að síldin sé hverfandi. Ég skal engan dóm á þetta leggja. Ég segi aðeins hvað viðmælendur mínir hafa skýrt mér frá. Það kunna þess vegna að vera ákveðnir hagsmunir bundnir við þessar veiðar, en hve miklir vitum við ekki fyrr en okkur yrði tjáð ákveðið að eitthvað stæði til boða. Þá er að vega og meta það og sjá hvort það er einhvers virði.

Eins má segja um fiskveiðar við Grænland. Okkur hefur ekkert verið sagt, eftir því sem ég veit best um, hve mikið eða hvers konar fiskveiðar væri þarna um að ræða. Meðan fulltrúar Efnahagsbandalagsins, meðan fulltrúar viðsemjenda hafa ekki opnað málin meir, þá er algerlega ástæðulaust fyrir okkur að tjá okkur frekar um málið en ég og hæstv. utanrrh. höfum nú gert.

Ég held, sannast best að segja, að krafa þessara hv. þm., sem krefjast þess af mér að ég segi hvað við viljum bjóða, sýni best að þeim væri ekki trúandi fyrir samningsforræði Íslands í þessu máli eða öðrum, þeim væri ekki trúandi til að standa í viðræðum gagnvart öðrum þjóðum í þessum málum eða öðrum.