07.12.1976
Sameinað þing: 29. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 992 í B-deild Alþingistíðinda. (687)

246. mál, raforkumál á Austurlandi

Karvel Pálmason:

Herra forseti. einsog hefur komið fram er hér hreyft mjög svo stóru og mikilvægu máli. Það er nokkuð ljóst, að ég held, ef menn kynna sér þetta, að verði ekki bót á þessu ráðin nú þegar, þá er fjöldi aðila, sem nú sinnir hinum ýmsu mikilvægu þjónustufyrirgreiðslum í þessum málum, sem mun hætta og leggja niður þau störf sem eru a.m.k. úti á landsbyggðinni nauðsynleg og í sumum tilfellum grundvallaratriði fyrir því að hægt sé að búa sæmilega á þessum stöðum.

Mér kom það heldur á óvart þegar það upplýstist hér hjá hv. þm. Stefáni Valgeirssyni að það hefði verið komið í veg fyrir það, viljandi skildi ég þá, að frv. það, sem hér var til umr. á Alþ. í fyrravor, næði fram að ganga. Ég hélt að hér hefðu hreinlega orðið bara mistök og málið verið svæft. Það harma ég, þó ég vilji taka undir það sem kom fram hjá hv. þm. Helga Seljan, að það var bara eitt atriðið í þessu, þ.e.a.s. fyrir vörubifreiðastjórana. En ég tek mjög undir það, að það sé mjög áríðandi að taka inn í þessa lausn einnig vinnuvélaspursmálið og ekki síst þá aðila sem sinna því mjög svo mikilsverða hlutverki, fólksflutningum viða á landinu.

Ég þekki nokkur dæmi þess úr mínu kjördæmi að þeir aðilar, sem hafa haft þessi mál með höndum, eru bókstaflega að gefast upp. Og það liggur fyrir að verði ekki hér hlaupið undir bagga, þá verður sú raunin á að þessi þjónusta líður undir lok. Þessir aðilar hafa ekki fengið neina fyrirgreiðslu sambærilega við aðra til þess að sinna þessum verkefnum sínum, sem eru svo mjög nauðsynleg.

Ég vænti þess að hæstv. samgrh. sjái svo um að hæstv. samráðh. hans líðist ekki þennan veturinn að koma í veg fyrir að mál þetta nái fram að ganga, heldur að lausn verði á því fengin nú á þessu þingi og þessu brýna verkefni verði sinnt með þeim hætti sem upp hafa komið hugmyndir og till. um, að þetta mál verði afgreitt nú á þessu þingi.

Styrktarsjóður vangefinna, fsp. (Þskj. 47). — Ein umr.