08.12.1976
Neðri deild: 18. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 1059 í B-deild Alþingistíðinda. (729)

78. mál, Iðntæknistofnun Íslands

Gylfi Þ. Gíslason:

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð. Hv. þm nefndi margítrekað árið 1974 sem dæmi um ósæmilega hegðun Alþfl. hér á hinu háa Alþ., en það tel ég ósæmilega hegðun ef menn greiða atkv. gegn frv. eingöngu til þess að skaða ríkisstj., þó menn séu í sjálfu sér með þeim.

Ég er hér með lög um grunnskóla, einmitt annað dæmi sem ég nefndi. Þan eru samþ. hér, stendur á síðustu síðu laganna, samþ. á Alþ. 8. maí 1974. einmitt á því ári sem Hv. þm. hefur alltaf verið að vitna til að Alþfl. hafi hagað sér ósæmilega. M.ö.o.: það er á þessu ári, rétt áður en hæstv. ríkisstj. fellur, nokkrum dögum áður en hún raunverulega fellur, sem Alþfl. greiðir atkv. með stjfrv. með þeim árangri að hann bjargar stjfrv. á árinu 1974.