09.12.1976
Efri deild: 19. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 1060 í B-deild Alþingistíðinda. (731)

66. mál, vegalög

Frsm. (Jón Helgason):

Herra forseti. Samgn. hefur haft til athugunar á nokkrum fundum frv. til l. um breyt. á vegalögum sem hér er til umr. Á fundi n. komu þeir Snæbjörn Jónasson vegamálastjóri og Jón Rögnvaldsson yfirverkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins. N. er sammála um að mæla með samþykkt frv. með þeim breyt. sem felast í till. hennar á þskj. 136.

Við 1. umr. málsins hér í d. ræddi hæstv. samgrh. ítarlega efni frv. og tel ég ekki ástæðu til að fara að ræða mikið um það í heild, en ég vil gera grein fyrir því hvað felst í brtt. nefndarinnar.

Í 1. lið till. er gert ráð fyrir því að aftan við 2. gr. frv. komi ákvæði um það, að við skiptingu fjárveitinga til væntanlegra þjóðbrauta á milli kjördæma skuli hafa hlíðsjón af ástandi vega, notkun og lengd í hverju kjördæmi. Sú venja hefur skapast við meðferð vegáætlunar á Alþ. fjvn. hefur gert till. um skiptingu fjár milli hraðbrauta annars vegar og þjóðþrauta og landsbrauta hins vegar og síðan ákveðið einhverja hlutfallsskiptingu á þjóðbrauta- og landsbrautafé milli kjördæma án þess að bak við þá ákvörðun hafi legið nákvæm athugun. Þegar núverandi hraðbrautir og þjóðbrautir hafa verið gerðar að stofnbrautum, en fjvn. mun gera till. um fjárveitingar til þeirra, verður svo breytileg milli kjördæma notkun, ástand og lengd annarra vega, sem verða í hinum nýja þjóðbrautaflokki, að einhver hlutfallsskipting á fjárveitingu til þeirra er fráleit nema einhver regla liggi þar á bak við. Það er auðvitað álitamál hvað þungt hvert einstakt þessara þriggja atriða: notkun, lengd og ástand, eigi að vega í slíkri skiptingu. En þegar búið er að ákveða það, þá ætti útreikningurinn ekki að þurfa að verða deilumál. Er þetta svipuð regla og notuð hefur verið við skiptingu sýsluvegafjár og hefur gefist vel.

Í 2. lið till. er lagt til að breyta 26. gr. vegalaganna þannig að í kauntúnum, sem eru hreppsfélög út af fyrir sig, skuli 3/4 hlutar sýsluvegasjóðsgjalda renna í sveitarsjóð til vegagerðar, í stað þess að þarna hefur verið um að ræða helming áður. Er þetta gert til þess að auka ekki enn á mismun þeirra þéttbýlisstaða sem annars vegar eru enn þá innan sýslufélaga og hins vegar þeirra sem ern orðnir að kaunstöðum. Þetta veldur að vísu nokkurri lækkun á tekjum sýsluvegasjóðs, þar sem samkvæmt reglum frv. er re9knað með að heildarframlag sveitarfélaga verði að lágmarki 123 millj., en að hámarki 143 millj. En eftir þessa breytingu yrði lágmarksupphæðin 102 millj., en hámark 132, reiknað á sama hátt. Á móti kemur svo framlag ríkissjóðs sem nemur 2 sinnum þessum upphæðum. Þrátt fyrir þessa lækkun taldi samgn. óhjákvæmilegt að leggja til að þessi breyt. verði gerð.

Þriðja atriði brtt. n. er að aftan við 37. gr. laganna bætist það, að skylt skuli að leita samráðs við vegamálastjóra áður en framkvæmdir eru hafnar við lagningu einkavega utan landareigna lögbýlis. Þó að þarna sé rætt um einkavegi sem viðkomandi aðilar kosta yfirleitt í upphafi, þá vill gjarnan fara svo að það er sótt eftir styrk til þessara vegaframkvæmda og úr fjallvegasjóði eða á einhvern annan hátt, þannig að kostnaður lendir á ríkinu að einhverju leyti. Það er því mjög mikilvægt út frá þessu sjónarmiði og reyndar skipulagssjónarmiði líka og landverndar að slík vegalagning, þó í upphafi séu aðeins ruddar brautir, sé sem skipulegast gerð, og þess vegna er nauðsynlegt að þetta sé gert í samráði við Vegagerðina.

Þetta eru þau atriði sem n. leggur til að breytt verði í frv., og sé ég ekki ástæðu til að fara um það fleiri orðum.