13.12.1976
Neðri deild: 22. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 1148 í B-deild Alþingistíðinda. (808)

94. mál, rannsóknarnefnd til að rannsaka innkaupsverð á vörum

Garðar Sigurðsson:

Herra forseti Við höfum, fjórir þm. Alþb., leyft okkur að bera fram þáltill. um skipun rannsóknarnefndar samkv. 39. gr. stjórnarskrárinnar til þess að rannsaka innkaunsverð á vörum o.fl Ástæðan til þess, að við komum nú með slíka till., er m.a. sú auk nefnds sjónvarpsþáttar, að fjölmargir íslendingar hafa haft aðstöðu til þess að bera saman verð á almennum neysluvörum hérlendis og erlendis og niðurstaðan af þeim samanburði hefur löngum verið íslenskum neytendum afar óhagstæð. Aðferðin, sem við leggjum til að notuð verði til að komast til botns í þessu máli, er, eins og ég nefndi, að skipa rannsóknarnefnd samkv. þessari tilgreindu grein í stjórnarskránni sem ég vil leyfa mér að lesa, með leyfi forseta. Í 39. gr. stjórnarskrárinnar segir svo:

„Hvor þd. getur skipað n. innandeildarþm. til að rannsaka mikilvæg mál er almenning varða. Þd. getur veitt n. þessum rétt til að heimta skýrslur, munnlegar og bréflegar, bæði af embættismönnum og einstökum mönnum.“

Það fer ekki á milli mála að þar sem verð neysluvöru í landinu skiptir alla landsmenn mjög miklu máli, þá er, þó ekki sé annað nefnt, full ástæða til þess að slík n. sé skipuð og í þeim tilgangi að svara m.a. eftirtöldum spurningum: hvort innkaup til landsins séu með eðlilegum hætti, hvort innkaupin séu í samræmi við þjóðarhagsmuni, hvort það geti verið hugsanlegt að vörur séu keyptar óhagkvæmara verði en nauðsynlegt er og hverjar ástæður geti legið til þess, hvort áhrif umboðslauna í vöruverði séu með eðlilegum hætti, hvort gjaldeyrisskil séu skv. reglum og hversu öruggt eftirlít sé með gjaldeyrisnotkun til vörukaupa.

Það er ævinlega dálítil spurning, þegar till. kemur um að setja á stofn n. þm. til að rannsaka ákveðin mál, í hvaða tilfellum það sé réttlætanlegt. Með tilvísun til þess, sem síðasti hv. ræðumaður sagði, þá nefndi hann þar til mjög mörg atriði sem bókstaflega sýna fram á að þó oft sé nauðsyn að skipa slíka n., þá sé það ekki síst í þessu efni, því það varðar almenning sannarlega mjög miklu hvort verð á vörum hér sé með eðlilegum hætti eða ekki. Okkur sýnist að ægileg verðbólga og feiknadýrtíð sé í landinu þó ekki bætist það ofan á að vörur séu keyptar á miklu hærra verði erlendis heldur en nauðsynlegt er, og sá mismunur á svo vissulega eftir að margfaldast í íslenska verðmyndunarkerfinu.

Það hefur komið fram í spónvarpsþætti, eins og hér hefur verið nefnt, þar sem rætt var við verðlagsstjóra, nefndi hann sem ástæðu nr. eitt og ævinlega fyrstu ástæðna til þess að skýra út verðmuninn, að íslenskir heildsalar hafi síst ástæðu til þess að halda innkaunsverði niðri vegna þess að með því séu þeir að lækka sína þóknun sem miðast við prósenttölu af verði vörunnar. Prósentuálagningin veldur því bókstaflega að kaupmennirnir hagnast hreinlega á því að kauna sem vitlausast inn.

Ég ætla ekki að rekja hér aftur þau dæmi, sem síðasti hv. ræðumaður nefndi áðan, og ekki heldur þau dæmi, sem ég hef aflað mér, því þar er sama sagan sögð í öllum tilfellum og jafnvel miklu verri en hann gat hér um. Sannleikurinn er sá. að í allmörgum vöruflokkum kemur í ljós að innkaunsverð íslenskra heildsala í Bretlandi er svínað og jafnvel hærra en smásöluverð sömu vara í London.

Það var nefnt í áðurnefndum sjónvarpsþætti, að verðlagsstjóri vissi um það að verðmismunur til íslenskra heillsala í London og til breskra heildsala getur verið allt að 60% af innkaupsverði. Þessi munur er svo hrikalegur að full ástæða er til þess að kanna hvort hann geti verið eðlilegur. Það er ekki rétt á þessu stigi málsins að koma með neinar fullyrðingar um það fyrir fram, að þeir menn, sem flytja inn vörur til landsins, séu sekir. En tilgangur till. er að komast til botns í málinu, finna hið rétta, og ég get ekki séð að það geti verið neinum til skaða að sannleikurinn komi í ljós.

Það kom einnig í ljós, að þar sem ekki var um bundna álagningu að ræða, þá gátu heildsalarnir keypt með mjög sambærilegu verði sumar vörur í Bretlandi, ef ekki sama og jafnvel betra heldur en breskir heildsalar, eins og t.d. á sér stað um leikföng. En þar er hins vegar álagningin geysihá, um og yfir 100%.

Ég legg áherslu á það, að almenningur hljóti að eiga heimtingu á að fá þessi mál rannsökuð ofan í kjölinn Og ég vil enn taka fram, að ég vil ekki vera með neinar fullyrðingar um, að hér sé óheiðarlega að staðið, fyrr en málið hefur verið kannað. Það er kunnugt að almenningur ber ekki of mikið traust til þessara aðila, ósköp einfaldlega vegna þess að engar fullnægjandi skýringar hafa verið gefnar á þessu mismunandi innkaupsverði, auk þess sem engar óyggjandi upplýsingar hafa nokkru sinni legið fyrir um hvernig farið er með umboðslaun í þessum efnum, hvort umboðslaununum sé bætt við vöruinnkaupsverðið erlendis og þessi munur staðan margfaldist, eins og ég gat um áðan.

Það er fullrar athygli vert, að eftir að þessi mál voru ítarlega rædd í sjónvarpinu, þá hafa heildsalar látið í sér heyra. Sannleikurinn er sá, að þó að menn hafi hlustað gaumgæfilega á skýringar þeirra, þá voru þær ákaflega yfirborðskenndar og varla nægilegar til þess að skýra málið. Í Dagblaðinu var skömmu eftir þáttinn fjallað nm þetta málefni þannig, að greinarhöfundur var búinn að reikna kostnað íslenska heildsalans í Bretlandi frá því að hann kaupir vöruna og þangað til hann er kominn með hana til skips, þ.e.a.s við að flytja vöruna þar á milli, og sá kostnaður var orðinn jafnvel meiri en sem nam útsöluverði í Bretlandi. Ég er ansi hræddur um að fáir hafi trúað þeirri útleggingu heildsalanna, vegna þess að þá hlytu breskir smásalar að stunda þessa atvinnu sína mest sér til gamans, en ekki til þess að hagnast á henni.

Í stuttu máli er hægt að segja það, að tilgangur þessarar þáltill. er fyrst og fremst sá, að hafin verði rannsókn í þessum efnum. hvernig staðið getur á margnefndum verðmun á vörum og hvort það geti átt sér stað að keypt sé vísvitandi fyrir hærra verð erlendis. svo álagningin verði hærri í krónutölu fyrir þá sem vöruna selja hér á landi.

Víð íslendingar þurfum að flytja gífurlega mikið inn Sennilega þurfum við að flytja meira inn af okkar neysluvörum heldur en nokkur önnur þjóð þarf að gera. Ef sleppt er fiski og landbúnaðarafurðum. þá þurfum við að kaupa hér mikið af grænmeti, allan kornmat o.s.frv. Þess vegna væri hörmulegt ef það væri staðreynd að íslenskir neytendur þyrftu að greiða miklu hærra verð en ella fyrir sínar daglegu neysluvörur vegna klaufalegra eða óheiðarlegra viðskiptahátta.