15.12.1976
Efri deild: 22. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 1255 í B-deild Alþingistíðinda. (855)

56. mál, launaskattur

Frsm. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur tekið til athugunar frv. til l. um breyt. á lögum nr. 14 15. mars 1965, um launaskatt. N. mælir með því að frv. verði samþ., en Jón Árm. Héðinsson og Ragnar Arnalds rita undir nál. með fyrirvara.

N. tók sérstaklega til athugunar brtt. frá þeim Braga Sigurjónssyni og Jóni Árm. Héðinssyni sem var þess efnis, að undanþegin gjaldskyldu verði laun eða þóknanir fyrir störf fólks sem er 67 ára og eldra og líkamlega fatlaðra, vangefinna og þroskaheftra, svo að metið sé til 60% örorku eða meira af Tryggingastofnun ríkisins.

Það er ljóst að atvinnumál aldraðra og fatlaðra eru vandamál, og það var hugmynd flm. þessarar brtt. að með því að ekki yrði lagður launaskattur á laun þessa fólks mundi það stuðla að því að fólk þetta héldi fremur vinnu sinni. Meiri hl. n. taldi, að slíkt mundi ekki gera þann mun sem æskilegt væri, og taldi að slíkt ákvæði hefði lítil sem engin áhríf hér á.

Ég vil að lokum ítreka það að lagt er til að frv. verði samþ. óbreytt eins og það var lagt fyrir deildina.