17.12.1976
Efri deild: 24. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 1352 í B-deild Alþingistíðinda. (944)

127. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Halldór Ásgrímsson:

Herra forseti. Ég vil aðeins mótmæla þeim orðum ráðh., að með því að við nokkrir þm. séum hér að fara þess á leit að þetta mál sé skoðað betur, þá séum við að stuðla að því að hærri álögur verði lagðar á ungt fólk og aðra Ég vil mótmæla því. Ég vil aðeins fara þess á leit að þetta mál verði skoðað og menn geri sér grein einnig fyrir þeim vanköntum sem hafa verið á þessum málum undan farið. Það er ekki rétt að mínum dómi að breyta þessu í þá veru, að menn sníði ekki um leið af þá vankanta sem hafa verið, ef það er hægt, hvort sem það hefur verið haft í hámælum áður eða ekki. Ég vil aðeins mótmæla þeim ummælum, að með því að við förum þessa á leit við d. séum við á þann hátt að stuðla að ranglátum álögum.