17.12.1976
Neðri deild: 25. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 1364 í B-deild Alþingistíðinda. (961)

Umræður utan dagskrár

Iðnrh. (Gunnar Thoroddsen):

Forseti. Það er nú í rauninni um dagskrá fremur en utan dagskrár. 6. mál á dagskránni er frv. um járnblendiverksmiðju. Ætlunin var að reyna að ljúka 1. umr. málsins og koma málinu til n. Vegna þess mikla annríkis, sem mun verða næstu daga fram að jólahléi í þinginu, og þar sem vitað er að miklar umr. munu verða um þetta mál, þá tel ég ekki rétt að hefja þær umr. og legg til að málið verði tekið út af dagskrá. Ég mælist til þess við hv. iðnn., að þótt málinu sé ekki nú formlega vísað til hennar, þá kanni hún og athugi málið eftir því sem föng eru á í þinghléi.