16.12.1977
Neðri deild: 32. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1382 í B-deild Alþingistíðinda. (1003)

76. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. (Ólafur G. Einarsson):

Hæstv. forseti. N. hefur haft þetta mál til athugunar og er álit n. á þskj. 186. Frv. er upphaflega flutt til staðfestingar á brbl. frá 22. júní s.l., en þau lög voru sett í framhaldi af viðræðum milli fulltrúa ríkisins og aðila vinnumarkaðarins um leiðir til að ná samningum um kaup og kjör millj þessara aðila.

Fjh.- og viðskn. Ed. hefur í samráði við fjmrn. flutt brtt. við frv. eða öllu heldur viðbót við það, þar sem eru 2. og 3. gr. frv. eins og það er nú komið frá Ed.

1. gr. frv. fjallar um frádrátt frá tekjum einstaklinga og hjóna áður en lagt er á tekjurnar og um skattstigann.

2. gr. fjallar um eignarskatt. Þar er um að ræða hækkun á skattfrelsismörkunum um 33% frá gildandi lögum, þ.e.a.s. að ekki greiðist eignarskattur af fyrstu 8 millj. kr. skattgjaldseign hjá einstaklingum og fyrstu 12 millj, kr. skattgjaldseign hjá hjónum.

3. gr. frv. varðar svo heimildir skattyfirvalda til að veita gjaldeyriseftirliti Seðlabankans upplýsingar sem nauðsynlegar eru til eftirlits með gjaldeyrismálum, en eins og kunnugt er hafa skattyfirvöldum borist upplýsingar erlendis frá sem vart mega fara lengra nema til þess sé ótvíræð heimild í lögum. Þessari grein er ætlað að bæta þar úr.

Nefndin er sammála um að mæla með samþykkt frv.