20.10.1977
Sameinað þing: 7. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 145 í B-deild Alþingistíðinda. (103)

43. mál, afstaða Framsóknarflokksins til erlendrar hersetu

Forseti (Ásgeir Bjarnason):

Áður en atkvgr. fer fram vil ég greina frá því, að það hefur verið til mín leitað um að taka fsp. þessa á dagskrá, en ég hef synjað því vegna þess að ég tel að fsp. samrýmist ekki 32. gr. þingskapa Alþingis. en tvær fyrstu mgr, hljóða svo:

„Vilja alþm. óska upplýsinga ráðh, eða svars um opinbert málefni eða einstakt atriði þess, gerir hann það með fsp. í sameinuðu Alþingi er afhent sé forseta. Fsp. skal vera skýr, um afmörkuð atriði eða mál, sem ráðh. ber ábyrgð á, og sé við það miðað, að hægt sé að svara henni í stuttu máli. Alþm. segir til um það, hvort hann óskar skriflegs eða munnlegs svars. Stutt grg. má fylgja fsp., ef óskað er skriflegs svars.

Forseti ákveður samdægurs, hvort fsp. skuli leyfð eða ekki. Ef vafi er, getur forseti þó borið málið umræðulaust undir atkv. á næsta fundi í Sþ. Skal það einnig gert, ef fyrirspyrjandi óskar þess, en forseti synjar fsp:

Hv. fyrirspyrjandi, 3. þm. Reykv., hefur óskað eftir að fá úrskurð Alþ. um það, hvort þessi fsp. skuli leyfð eða ekki. Ég mun bera þetta mál upp. Hefur verið óskað eftir nafnakalli og verður við því orðið.