16.12.1977
Efri deild: 32. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1397 í B-deild Alþingistíðinda. (1051)

94. mál, læknalög

Sjútvrh. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Þetta frv. gerir ráð fyrir breytingu á læknalögum á þá lund, að við 3. gr. laganna komi ný mgr. sem verði 3. mgr. og hljóði svo:

„Ráðherra getur einnig veitt mönnum takmarkað lækningaleyfi, ef þeir hafa til þess næga þekkingu að dómi landlæknis og hann mælir með leyfisveitingunni.“

Nd. gerði á frv. þá breytingu að við þetta ákvæði 1. gr. bættist: „að höfðu samráði við læknadeild Háskóla Íslands“, og þannig er frv. lagt hér fram við 1. umr.

Ástæðan fyrir hví, að læknalögunum var breytt 1973, var, eins og þáv. heilbr.- og trmrh. sagði í framsöguræðu sinni, að samkv. þágildandi lögum gátu þeir einir fengið lækningaleyfi hér á landi sem voru íslenskir ríkisborgarar. Það ákvæði hafði sætt mjög vaxandi gagnrýni, enda samsvarandi ákvæði þá úr lögum felld á öðrum Norðurlöndum. Að till. landlæknis var frv. frá 1973 flutt, og það var síðan samþykkt og afgreitt frá Alþ. sem lög nr. 108 31. des. 1973. Þótti þá rétt að færa nokkur atriði eldri laga í nútímalegra horf, eins og sagði í grg. með frv., og þess vegna voru nokkrar mgr. læknalaganna frá 1969 undirskrifaðar, en lögin voru þá orðin nokkuð gömul eða frá árinu 1932. Þetta voru allt saman minni háttar breytingar, eins og þá var getið um í umr. um frv.

Landlæknir hefur bent á að umrætt ákvæði, sem hér er lagt til að sé tekið aftur inn í lögin, hafi fallið í burtu og hann hafi ekki gert ráð fyrir afnámi þess í till. sínum þegar lögunum var breytt á árinu 1973, enda telji hann ákvæði þetta þurfa að vera áfram í lögum. Því lagði hann til við heilbr.- og trmrn., að frv. þetta yrði flutt og aftur lögfest orðrétt ákvæði 3. gr. læknalaganna eins og upprunalega frv. gerði ráð fyrir, en nú með þeirri breytingu sem gerð var á 1, gr. í Nd. í dag.

Ég tel ekki, herra forseti, ástæðu til þess að hafa þessi orð fleiri, en legg til, að frv. verði vísað til heilbr.- og trn. að lokinni þessari umr.