17.12.1977
Efri deild: 37. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1426 í B-deild Alþingistíðinda. (1076)

87. mál, rannsóknarlögregla ríkisins

Halldór Ásgrímsson:

Herra forseti. Allshn. hefur tekið til meðferðar frv. til I. um hreyt. á l. um rannsóknarlögreglu ríkisins og leggur til, að frv. verði samþykkt. Eins og kemur fram í nál., hefur það verið upplýst á fundum n. og nm. gert það ljóst, að ekki muni hljótast aukakostnaður við embættið af samþykkt þessa frv.

Þær breytingar, sem hér er lagt til að gera, eru tvær: Í fyrsta lagi sú, að starfsstöð rannsóknarlögreglunnar geti ekki aðeins verið í Reykjavík, heldur í Reykjavík og nágrenni. Einnig er lagt þar til að rannsóknarlögreglustjóra ríkisins verði skipaður staðgengill.

Á þskj. 222 kemur fram, að n. leggur til svofellda brtt., að við fyrirsögn frv. bætist: „nr. 108 28. des. 1976“, en það hafði fallið niður.

Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um þetta mál, en ítreka að n. leggur til að frv. verði samþykkt.