17.12.1977
Neðri deild: 35. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1454 í B-deild Alþingistíðinda. (1095)

126. mál, almannatryggingar

Sigurlaug Bjarnadóttir:

Hæstv. forseti. Ræða mín áðan virðist hafa hitt nokkuð auma punkta á vissum þdm., en vegna þess að tími er naumur, það er beðið eftir málum í Ed. frá okkur, skal ég takmarka mál mitt við mjög stuttan tíma. Það hefur ýmist verið rangfært eða fært úr samhengi, það sem ég sagði áðan, og mun mér vitanlega síðar gefast tækifæri til að leiðrétta það. Ég vil aðeins minnast á eitt atriði sem hv. 3. þm. Reykv.. Magnús Kjartansson, hafði eftir mér, að ég hefði tjáð mig samþykka 0.3% veltugjaldi. Þetta er rangt, ég sagði, að till. væri athyglisverð.

Út af umr, sem hafa orðið um láglaunafólk. og hvernig hag þess er borgið, vil ég aðein:. minna á ummæli formanns Sóknar, Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur, sem lét ekki alls fyrir löngu orð falla á þá leið, að láglaunafólk ætti ekki lengur samleið með ASÍ. Ég hygg, að þessi ummæli hennar gefi nokkuð til kynna hvað við er átt, bæði mér og öðrum. Hún talaði hér af langri og biturri reynslu.

Hv. þm. Eðvarð Sigurðsson talaði um breiðu bökin, sem ég minntist líka á. Mig rekur minni til þess á árinu 1973, þegar sett voru skattalög til þess að færa skattbyrðarnar yfir á breiða hökin. Úr því varð eitt mesta skattahneyksli sem menn rekur minni til. Það lenti hvað harðast á ellilífeyrísþegum, og ég heyrði það haft eftir gömlum manni vestur á Snæfellsnesi, að hann þyrfti að láta mæla á sér bakið af hv, fulltrúum ríkisstj. til þess að fá út breidd þess. Á sama tíma sluppu hátekjumenn við skatt og fengu jafnvel endurgreitt.

Ég skal ekki fara lengra út í þessa sálma. Mér er ekki kunnugt um kaup og kjör Jóhannesar skírara, ég hygg að hann hafi þó aldrei setið á þingi, þannig að tilvitnanir til hans varðandi þingfararkaup eru lítt við hæfi.

Út af því, sem hv. 5. þm. Vestf. sagði um umrætt frv, um sjúkratryggingagjald, vil ég taka fram, þó að ég leggi áherslu á um leið, að ég er ekki að þakka mér eitt eða neitt í því sambandi, en hann veittist allharkalega að mér sérstaklega, að það var mitt frumkvæði með ágætri samvinnu allra, sem leitað var til, að þessi brtt., sem nú liggur fyrir, kom fram. Að lokum: Ég viðurkenni að við hefðum átt að bera þessa brtt. undir minni hl., en það er nú svo, vinnubrögð á þingi þessa dagana eru með nokkuð óvenjulegum hætti tímans vegna. En við, sem að þessari till. stóðum, gátum ekki ímyndað okkur annað en hún hlyti að njóta stuðnings þeirra sem í minni hl. voru, eftir því hvernig þeir höfðu talað í n. En það viðurkenni ég, að þinglegra hefði verið að við hefðum skotíð á fundi um þetta og rætt það á formlegan hátt.