17.12.1977
Neðri deild: 36. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1459 í B-deild Alþingistíðinda. (1109)

127. mál, innheimta gjalda með viðauka

Frsm. (Ólafur G. Einarsson):

Hæstv. forseti. N. hefur athugað þetta frv. og álit n. er á þskj. 218, sem fram kemur að n. mælir einróma með samþykkt frv. Hér er um að ræða frv. um heimild fyrir ríkisstj. til að innheimta á árinu 1978 tiltekin gjöld með viðauka. Frv. sama efnis hefur verið flutt árlega um nokkurt skeið og hv. þm. er því kunnugt efni málsins. En í grg. með þessu frv. kemur fram fyrirheit um að sams konar frv, verði ekki á ferðinni oftar, þar sem tilbúið mun frv, til l. um stimpilgjald sem lagt verður fyrir Alþ. það sem nú situr.

N. leggur sem sagt til, að frv. verði samþ.