19.12.1977
Efri deild: 42. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1492 í B-deild Alþingistíðinda. (1171)

129. mál, fjáröflun til vegagerðar

Halldór Ásgrímsson:

Herra forseti. Í framhaldi af þeirri umr., sem varð hér í d. um frv. til l. um fjáröflun til vegagerðar, flytur fjh.- og viðskn. brtt. á þskj. 255 sem er aðallega þess efnis, að orðinu „dagsektum“ er breytt í „viðurlögum“. Síðan er í brtt. lagt til að þessi viðurlög skuli nema tilteknum fjárhæðum á dag frá lokum álesturstímabils í allt að 30 daga. Það kemur fram, að viðurlögin geta ekki verið nema í 30 daga og tiltekin fjárhæð á dag hvern þessa 30 daga. Fjh.- og viðskn. leggur shlj. til að þessi brtt. verði samþykkt.