19.12.1977
Efri deild: 42. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1497 í B-deild Alþingistíðinda. (1182)

130. mál, skyldusparnaður og ráðstafanir í ríkisfjármálum

Albert Guðmundsson:

Herra forseti. Ég er á öndverðum meiði við hv. síðasta ræðumann, 5. þm. Norðurl. v., þegar hann segir að skyldusparnaður á hátekjur eigi rétt á sér, rétt eins og þeir, sem miklar tekjur hafa, hafi ekki hingað til sparað eða lagt inn í banka. Ég vil vara við þeim hugsunarhætti sem þarna kemur fram, og ég er alveg viss um, ef hv. þm. gerir sér far um að leita upplýsinga hjá bönkunum, að allir bankastjórarnir mundu vera sammála um það, að við skyldusparnað á borð við þennan minnkar spari og ráðstafanir í ríkisfjármálum. 1498 fjárinnlánsaukning í bönkunum og þar af leiðandi ráðstöfunarfé bankanna. En á sama tíma sem ríkisstj. er með þessa sparnaðarviðleitni í frv., sem nú liggur fyrir til umr., er 25% bindiskylda í bönkunum, þannig að á hinum frjálsa fjármagnsmarkaði er æ minna til ráðstöfunar.

Þær till., sem fyrir liggja í frv. til l. um skyldusparnað og ráðstafanir í ríkisfjármálum, eru till., sem ættu kannske rétt á sér við afar óeðlilegar ástæður, við skulum segja á styrjaldartímum eða eitthvað slíkt, þegar heil þjóð þarf að taka á og gera sameiginlegt átak til þess að ná ákveðnu marki. En ég held að ekki sé hægt að segja að það séu eðlilegar ráðstafanir þegar vel árar og afurðaverð okkar er á erlendum mörkuðum er í hámarki. Það er hryggileg staðreynd, að ríkissjóður skuli vera svo illa á sig kominn að hún þurfi að grípa til þessara neyðarúrræða.

Hvað varðar frekari skattlagningu á fyrirtæki en nú er vil ég mótmæla og segja að það sé ekki heldur réttlætanlegt nema við alveg sérstakar ástæður, eins og ég gat um áðan. En eins og ástandið er nú á fjármagnsmarkaðinum og erfiðleikar fyrirtækja eru miklir í peningamálum, þá held ég að það væri mjög misráðið að höggva oftar í þann knérunn. Ég veit ekki hvað verður, ef fyrirtæki almennt verða fjárvana eða verr á vegi stödd en núna, en það er þó gerð krafa til þeirra, að þau veiti fólki atvinnu, og ríkisstj. hefur það á stefnuskrá sinni, að hér skall ríkja full atvinna fyrir alla. Ekki veit ég hver á að standa undir ríkisrekstrinum þegar þannig er komið, að athafnafrelsi fyrirtækja og einstaklinga er frekar heft en nú er. Það er hörmulega heft eins og er. Það er eins og það sé búið að girða ekki bara fyrir landið, heldur einstaklinginn líka, og athafnafrelsi hvers og eins og starfsvöllur takmarkaður við næsta nágrenni hvers og eins.

Ég hef leyft mér að flytja hér brtt. við þetta frv. til I. um skyldusparnað og ráðstafanir í ríkisfjármálum á þskj. 239, við 1. gr., 3. mgr., sem hefst á þessum orðum: „Hjá skattþegnum, sem vinna við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, skal áður en ákvæðum 2. mgr. er beitt, hækka vergar tekjur til skatts um þá upphæð sem tekjur af þessum störfum eru lægri en ætla má að laun þessara aðila mið að við vinnuframlag þeirra hefðu orðið ef þeir hefðu unnið starfið í þágu óskylds aðila.“

Þessi óskapnaður, sem hér læðist inn, var í skattalagafrv. sem ekki náði fram að ganga á síðasta þingi og var þá afneitað af þeim innan Sjálfstfl. sem ræddu af ábyrgð um það frv., en er nú settur hér inn sem viðbót við það sem ég bjóst við í þessu frv. Ég leyfi mér því að gera till. um að þessi mgr. verði felld niður.

Í annan stað segir í 1. málsl. 7. mgr. 1. gr. frv.: „Hið sparaða fé skal bundið vaxtalaust.“ Ég leyfi mér að gera till. um, að í staðinn fyrir „vaxtalaust“ í þessum 1. málsl. 7. mgr, komi: með almennum sparisjóðsvöxtum. — Ég tel að ríkisstj., sem tekur sér það vald að flytja frv. til l. um skyldusparnað og binda hluta, 10% af ráðstöfunartekjum einstaklingsins, eigi ekki aðeins að viðhalda verðgildi þeirra peninga, sem hún tekur með þessum þvingunarráðstöfunum, heldur beri ríkisstj. skylda til að ávaxta féð líka á sama tíma. Og í framhaldi af þessu er orðalagsbreyting: í staðinn fyrir orðið „en“ komi: og. Þá hljóðar gr. þannig: „Hið sparaða fé skal bundið með almennum sparisjóðsvöxtum á reikningum til 1. febr. 1984 og með verðtryggingu“ o.s.frv.

Þá leyfi ég mér að flytja brtt. við 2. gr„ að síðari málsl. falli niður, en hann hljóðar svo: „Sé skyldusparnaður ekki greiddur að fullu fyrir 1. jan. 1979 reiknast viðbætur þó aðeins frá 1. jan. næsta ár á eftir fullnaðarskilum.“

Ég geri mér grein fyrir þeirri brtt., sem liggur hér frá hv. fjh.- og viðskn., en ég tel hana ekki ganga nógu langt og legg til að þessi málsl. falli niður.

Að öðru leyti vil ég segja það, að ég bjóst við sérstöku frv. um ýmislegt annað, sem er í þessu frv., þ. á m. sérstöku frv. um flugvallagjaldið. Ég tel að sjálfsögðu óeðlilegt að tekinn sé skattur af flugvallastarfsemi eða umferð um flugveili sem ekki rennur til flugmálanna á einn eða annan hátt, og mun því styðja þá till., sem lögð hefur verið fram af hv. þm. Ragnari Arnalds.